Skip to content

Arnar í 7. sæti eftir tvo daga

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Þá er lokið degi 2 á Norska opna meistaramótinu í keilu í Osló. Allir íslensku leikmennirnir léku í dag.

Það var Arnar Davíð Jónsson sem spilaði best í dag, 1376 sem gerir 229,33 í meðaltal. Þegar einn dagur er eftir af forkeppninni situr Arnar Davíð í 7. sæti.

Það var svo Einar Már Björnsson sem spilaði næst best okkar manna eða 1314 og Gústaf Smári Björnsson 1273. Einar situr sem stendur í 30. sæti og Gústaf Smári í 37. sæti.

Alls eru um 200 keppendur í mótinu sem er hluti af Evrópsku mótaröðinni í keilu.

Nokkuð hefur verið fjallað um íslensku keppendurnar á vefsíðu Bowling digital og hefur þátttaka hópsins vakið talsverða athygli:

http://www.bowlingdigital.com/daniel-fransson-plays-in-his-own-league-in-squad-19-at-norwegian-open/

http://www.bowlingdigital.com/icelands-arnar-david-jonsson-powers-his-way-into-the-top-8/

http://www.bowlingdigital.com/norwegian-national-team-members-set-the-tone-in-squad-15-in-oslo/

Nýjustu fréttirnar