Forkeppni Íslandsmóts einstaklinga lokið.

Facebook
Twitter

Þessa dagana fer fram Íslandsmót einstaklinga í Keiluhöllinni í Egilshöll

Alls voru það 19 konur og 33 karlar sem tóku þátt í forkeppninni sem leikin var um helgina. Upp úr forkeppninni komust 12 konur og 16 karlar í milliriðil sem leikinn verður á morgun mánudag kl. 19:00.

Í kvennaflokki er það Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR (sjá mynd) sem leiðir keppnina en hún spilaði leikina 12 í forkeppninni með 201,08 í meðaltal. Í öðru sæti er Dagný Edda Þórisdóttir KFR með 184,5 í meðaltal og í því þriðja Ragna Matthíasdóttir KFR með 174,83.

Í karlaflokki leiðir Arnar Davíð Jónsson KFR með 222.25 í meðaltal, í öðru sæti er Jón Ingi Ragnarsson KFR með 215,25 og í því þriðja Andrés Páll Júlíusson ÍR með 206,83.

Keppni í milliriðli hefst á morgun mánudag kl. 19:00 í Keiluhöllinni Egilshöll.

Sjá má lokastöðu í forkeppni kvenna og forkeppni karla hér.

Nýjustu fréttirnar