Baráttan hörð á toppi og botni 1. deildar karla

Facebook
Twitter

Áttunda umferð 1. deildar karla var spiluð í vikunni. Hörð barátta er á báðum endum töflunnar.

 

 

 

 

 

 

 Hörður Ingi tryggði PLS jafntefli

KFR Stormsveitin – Þór  Egilshöll 24. nóvember
Norðanmenn mættu í Egilshöllina og mættu Stormsveitinni. Stormsveitin tók fyrsta leikinn  nokkuð létt en Þórsarar voru ekki lengi að svara fyrir sig í næsta leik. Síðasti leikurinn var jafn alveg til enda en Þór seig framúr í restina og lönduðu sigri, 11 – 9.
Spilamennskan var ekkert til að hrópa  húrra yfir, Stormsveitin spilaði 1975 á móti 2018 hjá Þór.  Ásgrímur var hæstur hjá Stormsveitinni með 553 en Ingólfur hjá Þór með 558.

ÍA – ÍA W   Keilusalurinn Akranesi 6. desember
Á skaganum mættust heimaliðinn í sannkölluðum derby slag. Hlutskipti liðanna í vetur hefur verið ólíkt þar sem þau berjast á sitthvorum enda töflunnar. Þrátt fyrir það varð úr hörku viðureign. Fyrsti leikurinn var jafn en þann leik vann ÍA W 4 – 2. Leikur tvö var eign ÍA W og endaði hann 5 – 1.  ÍA klóraði í bakkann í síðasta leik og unnu  hann 4 – 2 en ÍA W vann heildina 2139 – 2120 og viðureignina 13 – 7. Hæstur hjá ÍA W var Magnús með 611 en hjá ÍA Ingi með 578.

KR A – KFR Lærlingar Öskjuhlíð 10. desember
Það var alveg ljóst strax í upphafi að þessi leikur yrði ekki spennandi. Að óviðráðanlegum orsökum mættu Læringar aðeins þrír til leiks og er það í annað skiptið sem það gerist í vetur. Þetta er eitthvað sem verður að leysa og vonandi verður það gert fyrir næstu umferð sem er á nýju ári.
Leikurinn endaði 16,5 – 3,5 þar sem KR A spilaði 2133 á móti 1526 hjá Lærlingum.  Björn og Davíð voru hæstir hjá KR A með 563 en Andri Freyr var með 565 hjá Lærlingum.

ÍR KLS – KR B  Egilshöll 10. desember
KLS er að berjast við toppinn  á meðan KR B er að sogast í fallbaráttuna. Þessa staðreynd mátti alveg sjá á spilamennskunni því leikurinn var einstefna að hálfu KLS. Frysta leikinn unnu þeir 5 – 1, annan 6 – 0 og þann þriðja 5 – 1.  Engin spenna og ekkert gaman nema þá hjá KLS sem spiluðu 2512 á móti 2073 hjá KR B. Viðureignina unnu þeir 18 – 2.
Magnús fór hamförum hjá KLS og spilaði 708 en hæstur hjá KR B var Magnús Reynis með 575.

KR C – ÍR PLS  Egilshöll 10. desember
PLS mætti til leiks án Hafþórs Harðar sem staddur var erlendis að spila á Evrópsku mótaröðinni í Quatar.  Mörgum þykir það skrítið að leiktíma hafi ekki verið breytt vegna þessa en það er önnur ella.
Hörður var mættur í gallann í stað Hafþórs og hann átti eftir að verða áhrifavaldur í þessum leik.  PLS vann fyrsta leikinn 4 – 2 en KR C svaraði fyrir  sig í leik nr. 2 og unnu hann 5 – 1. Staðan því 7 – 5 fyrir síðasta leik. Það var í þeim leik sem Hörður tók málin í sínar hendur, spilaði 243 og tryggði PLS jafntefli 10 – 10. 
Hjá KR C var Björn Birgis efstur með 664 en títt nefndur Hörður var hæstur hjá PLS með 623.

Deildin er komin í jólafrí og því er næsta umferð ekki fyrr en á næsta ári.  Þá leika:

KR B – KR C    Öskjuhlið   7. janúar
KFR Lærlingar – ÍR KLS  Egilshöll  7. janúar
ÍR PLS – ÍA  Egilshöll 7. janúar
ÍA W – KFR Stormsveitin 8. janúar
Þór – KR A   Akureyri  11. janúar

Stöðu og nánari upplýsinigar má sjá hér.

 

Nýjustu fréttirnar