Skip to content

Íslandsmót unglingaliða – Staðan eftir 3. umferð

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Keppni í 3. umferð Íslandsmóts unglingaliða fór fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð í gær, laugardaginn 7. desember. Arnar Daði Sigurðsson í ÍA-1 spilaði best allra í þessari umferð og hæsti leikur hans var 190.  Lið ÍA-1 vann alla leiki liðsins í þessari umferð og hefur aukið forystu sína á toppnum með 22 stig, ÍR-1 er í 2. sæti með 17 stig, KFR-1 er í 3. sæti með 14 stig. Sjá stöðuna og skor umferðar

Á Íslandsmóti unglingaliða eru spilaðar 5. umferðir á keppnistímabilinu og síðan keppa fjögur efstu liðin til úrslita. Keppt er í þriggja manna liðum og þátttökurétt hafa unglingar sem eru félagar í keilufélagi og eru í 5. – 10. bekk grunnskóla. Að þessu sinni eru fimm lið skráð til leiks, tvö lið frá ÍA, tvö lið frá ÍR og eitt lið frá KFR. Í hverri umferð er spiluð einföld umferð allir við alla, eða 4 leikir. Sjá nánar um Íslandsmót unglingaliða og dagskrá unglingamóta í vetur.

Nýjustu fréttirnar