Meistarakeppni KLÍ 2013

Facebook
Twitter

Meistarakeppni KLÍ 2013 fer fram í Keiluhöllinni Egilshöll miðvikudaginn 11. september n.k. og hefst keppni kl. 19:00. Þar munu Íslandsmeistararnir ÍR-TT mæta Bikarmeisturunum KFR-Valkyrjum í kvennaflokki og Íslands- og Bikarmeistarar ÍR-KLS mæta ÍA-W sem urðu í 2. sæti í Bikarkeppni KLÍ. ÍR-KLS og KFR-Valkyrjur hafa hampað Meistaratitlinum margsinnis áður, ÍR-TT hefur unnið titilinn tvisvar sinnum áður, en ÍA hefur ekki unnið þessa keppni, sjá nánar

Á myndunum eru Bikarmeistarar liða 2013 ÍR-KLS og KFR-Valkyrjur.

Að venju hefst keppnistímabilið í keilunni á Meistarakeppni KLÍ, en þar etja kappi Íslandsmeistarar liða og Bikarmeistarar liða, bæði í karla- og kvennaflokki. Þegar sama liðið er bæði Íslands- og Bikarmeistari keppir það á móti liðinu sem varð í 2. sæti í Bikarkeppni samkvæmt reglugerð um Meistarakeppni KLÍ. Leiknir eru þrír leikir upp á heildarskor og ef jafnt er að því loknum er leikinn bráðabani (9. og 10. rammi) uns úrslit ráðast.

Nýjustu fréttirnar