Skip to content

Úrslitakeppni 2. deildar karla lýkur í kvöld

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

ÍR-Broskarlar, Þór Akureyri, KR-B og ÍR-Blikk keppa nú í úrslitum 2. deildar karla um tvö laus sæti í 1. deild að ári og lýkur úrslitakeppninni í kvöld 29. apríl, sjá nánar í dagskrá og dagskrá úrslitakeppni 2. deildar karla.

Þór Akureyri hefur nú þegar tryggt sér sæti í 1. deild karla að ári og í kvöld fer fram í Öskjuhlíðinni síðasti leikur úrslitakeppninnar sem er einnig hreinn úrslitaleikur milli ÍR-Broskarla og KR-B hvort liðið fylgir þeim upp um deild.

Fjórir leikir fóru fram um helgina. Á laugardaginn fóru fram tveir leikir Þór Akureyri vann KR-B 13 -7 á heimavelli á Akureyri og ÍR-Blikk tapaði stórt á móti ÍR-Broskörlum 2 – 18 í Öskjuhlíðinni Í gær tók Þór á móti ÍR-Broskörlum og vann 16 – 4 og KR-B vann ÍR-Blikk 14 – 6 í heimaleik í Öskjuhlíð. Stöðuna í úrslitakeppninni má sjá hér

Á myndinni má sjá ÍR-Broskarla og Þór Akureyri í Keilunni á Akureyri.

Úrslit leikja í úrslitakeppni 2. deildar karla eru eftirfarandi:
ÍR-Blikk vann Þór 17,5  – 2,5
KR-B vann Þór 12 – 8
ÍR-Broskarlar og Þór skildu jafnir 10 – 10
KFR-B og ÍR-Blikk skildu jafnir 10 – 10
ÍR-Blikk vann ÍR-Broskarla 7 – 13
Þór vann ÍR-Blikk 16 – 4
KR-B tapaði fyrir ÍR-Broskörlum 5 – 15
Þór vann KR-B 13 – 7
ÍR-Blikk tapaði fyrir ÍR-Broskörlum 2 – 18
Þór vann ÍR-Broskarla 16 – 4
KR-B vann ÍR-Blikk 14 – 6

Staðan er því eftirfarandi
Eftir 6 leiki Þór 65,5 stig
Eftir 5 leiki ÍR-Broskarlar 54 stig
Eftir 6 leiki ÍR-Blikk 52,5 stig
Eftir 5 leiki KR-B 48 stig

Mótanefnd KLÍ hefur tilkynnt dagskrá og brautaskipan í úrslitakeppni 2. deildar karla á Íslandsmóti liða sem fer fram dagana 19. – 29. apríl n.k. Til úrslita keppa tvö efstu liðin úr hvorum riðli, ÍR-Broskarlar, Þór Akureyri, KR-B og ÍR-Blikk. Spiluð er tvöföld umferð, heima og heiman, með sömu stigagjöf og í forkeppninni og tvö efstu liðin keppa í 1. deild að ári. Sjá nánar í reglugerð um Íslandsmót liða

Nýjustu fréttirnar