Skip to content

Evrópumót unglinga 2013 – Liðakeppni

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Keppni í liðakeppni á Evrópumóti unglinga í keilu 2013 hófst í gær miðvikudaginn 27. mars og lýkur í dag fimmtudaginn 28. mars.

Íslensku piltarnir enduðu í 21. sæti liðakeppninnar í dag með samtals 3.892 pinna. Guðmundur Ingi Jónsson ÍR spilaði best íslensku piltanna í dag með 535 seríu (152, 155, 228), Andri Freyr Jónsson KFR spilaði 491 (178. 149, 164),  Aron Fannar Benteinsson ÍA spilaði 471 (191, 148, 132) og Hlynur Örn Ómarsson ÍR spilaði 432 (133, 143, 156).

Sjá nánar á heimasíðu mótsins

Strákarnir hófu keppni í gærmorgun og spiluðu fyrri 3 leikina í liðakeppninni. Þeir voru í 22. sæti eftir daginn með samtals 1.963 pinna. Aron Fannar Benteinsson ÍA spilaði best íslensku keppendanna í gær með 564 seríu (197, 181, 186), Hlynur Örn Ómarsson ÍR spilaði 523 (181, 204,138), Guðmundur Ingi Jónsson ÍR spilaði 455 (180, 123,152)  og Andri Freyr Jónsson KFR spilaði 421 (152, 136, 133). Piltaliðin spila seinni 3 leikina í liðakeppninni eftir hádegi í dag.

Stúlkurnar hófu liðakeppnina eftir hádegi í gær og luku henni í morgun. Þar sem aðeins tveir íslenskir keppendur eru í stúlknaflokki spila þær í liðakeppninni með öðrum keppendum sem svo er ástatt um. Hafdís Pála Jónasdóttir KFR spilaði 520 í gær (150, 160, 210) og í dag gerði hún enn betur og spilaði 608 seríu (205, 222, 181) og bætti sinn besta árangur í tveimur og þremur leikjum með sína fyrstu seríu yfir 600. Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR spilaði 496 í gær (155, 165, 176) og bætti sig einnig í dag þegar hún spilaði 511 (150, 199, 162). Hafdís Pála er núna í 34. sæti í einstaklingskeppninni með samtals 2.192 pinna eða 182,67 að meðaltali í 12 leikjum. Katrín Fjóla er í 53. sæti með samtals 1.981 pinna eða 165,01 að meðaltali sem er einnig vel yfir hennar meðaltali. 

Til úrslita í liðakeppni stúlkna kepptu England, Þýskaland, Svíþjóð og Rússland. Fóru leikar þannig að England vann Rússland og Svíþjóð vann Þýskaland í undanúrslitunum og í úrslitunum vann Svíþjóð síðan England.

Til úrslita í liðakeppni pilta kepptu Svíþjóð, Finnland, Þýskaland og Noregur. Í undanúrslitunum vann Svíþjóð Noreg og Þýskaland vann Finnland. Í úrslitunum vann Svíþjóð síðan Þýskaland.

Sjá nánar á heimasíðu mótsins

Nýjustu fréttirnar