Bikarkeppni KLÍ 16 liða úrslit

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Keppni í 16 liða úrslitum Bikarkeppni KLÍ fór fram dagana 3. og 4. desember s.l.

Í Keilusalnum á Akranesi lögðu Skagamennirnir í ÍA lið KR-A í spennandi leik sem fór í fjóra leiki 2 – 2 og úrslitin réðust því í bráðabana sem fór 195 – 153 fyrir Skagann. ÍR-L gerði hins vegar betri ferð á Skagann og lagði B lið ÍA 3-1.
Í Keiluhöllinni Öskjuhlíð áttu að fara fram fimm leikir. KFR-Lærlingar lögðu KR-B 3 – 1, KR-C vann KFR-JP-kast einnig 3 – 1, ÍR-G mætti ekki til leiks á móti KFR-Þröstum, ÍA-W vann ÍFH-D 3 – 0 og ÍR-Keila.is vann ÍFH-A einnig 3 – 0.
Í Egilshöllinni fóru fram tveir leikir. ÍR-KLS vann ÍR-PLS 3 – 0 og KFR-Valkyrjur unnu KFR-Skutlurnar einnig 3 – 0. Sjá nánar
 

Nýjustu fréttirnar