Áramót Keiludeildar ÍR fara fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð dagana 27. – 30. desember n.k. Keppnin er einstaklingskeppni í fjórum flokkum og veitt eru vegleg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Spiluð er 3 leikja sería og er hægt að spila aftur og gildir þá hæsta sería. Verð er kr. 3.000 fyrir fyrstu seríuna og 2.500 kr. eftir hverja seriu eftir það. Olíuburður í mótinu er Björnen 42 fet, sem er sá olíuburður sem notaður verður í deildum eftir áramótin. Skráning er á netinu og spilað verður fimmtudag 27. desember kl. 19:00, föstudag 28. desember kl. 18:00, laugardag 29. desember kl. 9:00 og 10:30 og sunnudag 30. desember kl. 9:00 og 10:30. Sjá nánar í auglýsingu
Mark Heathorn yfirþjálfari hættir störfum fyrir KLÍ
Keilusamband Íslands og yfirþjálfari landsliða, Mark Heathorn hafa komist aðsamkomulagi