QubicaAMF – Úrslit

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

 

Shanya Ng frá Singapore er sigurvegari í kvennaflokki á QubicaAMF World Cup heimsbikarmóti einstaklinga 2012, en hún vann Aumi Guerra sigurvegara, tveggja síðustu ára, í úrslitunum 2-0. Kristen Penny frá Englandi varð þriðja, en hún tapaði fyrir Shanya Ng í undanúrslitunum 2-0.

Sigurvegari í karlaflokki var Abdul Malek Shiafiq Ridhwan frá Malasíu en hann vann Kent Marshall frá Bandaríkjunum 2-0 í úrslitunum. Þriðji var Andres Gomez frá Kólumbíu en hann tapaði 2-1 fyrir Abdul Malek Shiafiq Ridhwan í undanúrslitunum.

Malasía fékk viðurkenninguna þjóð mótsins  og Fransisco Rodrigues Spáni og Angire Hartley Suður-Afríku voru valin íþróttamenn mótsins.

 

 

 Sjá nánar heimasíðu mótsins http://www.qubicaamf.com/World-Cup/2012-Wroclaw-Poland.aspx

og Facebook síðuna https://www.facebook.com/QubicaAMFWorldCup

Nýjustu fréttirnar