Deildarbikar liða – Staðan eftir 2. umferð

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Önnur umferð Deildarbikars liða fór fram þriðjudaginn 6. nóvember. A og B riðlar spiluðu í Egilshöll en C riðill í Öskjuhlíð.

ÍR-KLS hefur tekið efsta sætið í A riðli með 16 stig, tveimur stigum meira en KR-B sem er í 2. sæti. ÍR-PLS heldur 3. sætinu með 12 stig og ÍR-TT er í 4. sæti með 10 stig. Í B riðli heldur ÍA toppsætinu og er nú með 18 stig. ÍA-W er í 2. sæti með 16 stig, en ÍR-Buff er komið í 3. sætið með 8 stig, jafn mörg stig og ÍR-NAS sem er í 4. sæti. Í C riðli hafa orðið sætaskipti á toppnum KR-A eru efstir með 18 stig, tveimur stigum meira en KFR-Lærlingar. KFR-Afturgöngurnar koma í 3. sæti með 12 stig og ÍR-L er í 4. sæti með 8 stig. Sjá nánar deildarbikar liða

Nýjustu fréttirnar