Staðan í 1. deild karla

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Að loknum 6 umferðum er ÍR-PLS í efsta sæti 1. deildar karla með 85,5 stig eftir 13 – 7 sigur á ÍA á heimavelli í Egilshöll, þrátt fyrir að eiga einn leik til góða. ÍA kemur síðan í 2. sæti með 81 stig eftir 6 leiki.  ÍR-KLS er í 3. sæti með 71,5 stig og með einn leik til góða á móti ÍA-W sem er í 4. sæti með 69 stig.  Sjá nánar

Hafþór Harðarson ÍR-PLS spilaði hæstu seríu umferðarinnar 724 og einnig hæstan leik 280. Hann er einnig með hæsta meðaltal deildarinnar 233,5 að meðaltali í leik, en Einar Már Björnsson ÍR-PLS kemur næstur með 213,7 og Andrés Páll Júlíusson ÍR-KSL er þriðji með 207,5 að meðaltali. Sjá nánar stöðuna í 1. deild karla.

Nú er hlé á spilamennsku í deildinni vegna annarra móta. Í 7. umferð mætast ÍA og KFR-JP-Kast í Keilusalnum á Akranesi sunnudaginn 18. nóvember n.k. Og þriðjudaginn 20. nóvember mætast í Öskjuhlíðinni KR-C og KR-A og í Egilshöllinni ÍR-KLS og ÍR-PLS, KFR-Lærlingar og ÍR-L, KFR-Stormsveitin og ÍA-W.

Tveirmur leikjum hefur verið frestað í 1. deild karla og hafa ekki ennþá farið fram. Annars vegar er það leikur ÍA-W og ÍR-KLS úr 6. umferð 1. deildar karla sem átti að fara fram í Keilusalnum á Akranesi sunnudaginn 28. október og hins vegar leikur ÍR-PLS og KFR-Lærlinga úr 4. umferð 1. deildar karla sem fara átti fram í Keilhöllinni Egilshöll þriðjudaginn 16. október s.l. Ekki hefur verið ákveðinn nýr leikdagur fyrir þessa leiki. 

Nýjustu fréttirnar