Íslandsmeistarar para 2012

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Ástrós Pétursdóttir og Stefán Claessen ÍR tryggðu sér á sunnudaginn Íslandsmeistaratitil para í fyrsta sinn. Þau höfðu nokkra yfirburði á aðra keppendur mótsins og voru í efsta sæti mótsins frá forkeppninni. Í 2. sæti voru Jóna Gunnarsdóttir KFR og Þorleifur Jón Hreiðarsson ÍA og í 3. sæti Guðný Gunnarsdóttir ÍR og Guðmundur Sigurðsson ÍA.

 

Ástrós og Stefán áttu bæði frábæran dag og spiluðu á yfir 200 meðaltali í milliriðlinum. Ástrós spilaði samtals 1.265 eða á 210,83 að meðaltali í 6 leikjum og Stefán spilaði 1.227 eða á 204,5 að meðaltali. Ástrós spilaði á 195,42 að meðaltali í mótinu í heild og Stefán á 200,25.

Jóna og Þorleifur spiluðu einnig vel í milliriðlinum og náðu að tryggja sér annað sætið og sæti í úrslitum í síðasta leik milliriðilsins á 11 pinnum meira en Guðný og Guðmundur sem höfðu verið í 2. sæti frá því í forkepopninni. Sjá nánar stöðuna í milliriðli.Í keppni í milliriðlinum náði Guðlaugur Valgeirsson KFR þeim merka áfanga að spila sinn fyrsta 300 leik.

Í úrslitunum unnu Ástrós og Stefán þau Jónu og Þorleif í fyrsta leiknum 352 – 315. Öðrum leiknum töpuðu þau 338 – 402, en tryggðu sér síðan titilinn í þriðja leiknum með 395 – 370. Sjá nánar úrslit

Nýjustu fréttirnar