Hafþór Harðarson keppir á PBA mótum

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Hafþór Harðarson lauk keppni í 80. sæti af 240 í fyrsta mótinu af fjórum á PBA mótaröðinni (PBA World Series of Bowling) sem fram fór í Las Vegas í gær. Hafþór spilaði vel og var með samtals 1.816 í 8 leikjum eða 227 að meðaltali í leik. Leikir Hafþór voru 288, 213, 202, 219, 228, 193, 258 og 215.

Í dag fer fram keppni í PBA Viper Championship og keppir Hafþór í A riðli sem byrjar kl. 14:00 að staðartíma eða kl. 19:00 að íslenskum tíma.

 

Mjög há spilamennska var í Alka Seltzer Plus Cold Cheetah Championship mótinu og margir 300 leikir litu dagsins ljós. Bandaríkjamenn voru í nokkrum sérflokki og skipuðu sér í efstu 17 sætin í forkeppninni og allir með yfir 240 að meðaltali í leik. Eftir milliriðilinn og 6 leiki til viðbótar, tryggðu Mike Wolfe, Jeff Roche, Chris Loschetter og Bill O´Neill sér sæti í úrslitum mótsins sem fara fram laugardaginn 10. nóvember.

Mótaröðin í heild samanstendur af 4 einstökum mótum sem spiluð eru fjóra daga í röð, 3. – 6. nóvember, í 4 mismunandi olíuburðum. Keppendur spila 8 leiki í hverju móti fyrir sig og komast 16 efstu keppendurnir að því loknu áfram í úrslit  mótsins. Efstu 24 keppendurnir að loknum öllum fjórum mótunum (32 leikir) komast síðan áfram í PBA World Championship úrslitakeppnina sem fer fram 7. og 8. nóvember. Að lokum keppa efstu 4 keppendurnir úr hverju móti til úrslita sem sýnd verða í beinni útsendingu á ESPN sjónvarpsstöðinni laugardaginn 10. og sunnudaginn 11. nóvember.

Dagskrá mótaraðarinnar(stytt útgáfa):
Æfingar, föstudagur 2. nóvember
Alka Seltzer Plus Cold Cheetah Championship, laugardagur 3. nóvember
PBA Viper Championship, sunnudagur 4. nóvember
PBA Chameleon Championship, mánudagur 5. nóvember
Bowlers Journal PBA Scorpion Championship, þriðjudagur 6. nóvember
PBA World Championship match play, miðvikudagur 7. nóvember
PBA World Championship round robin match play, fimmtudagur 8. nóvember
Úrslitakeppni allra móta (TV Finals), laugardagur 10. og sunnudagur 11. nóvember

Sjá nánar dagskrá mótsins og einnig umfjöllun um mótið á PBA.com og Bowling digital.com

Nýjustu fréttirnar