Íslandsmót para 2012

Facebook
Twitter

Íslandsmót para 2012 fer fram í Keiluhöllinni Egilshöll laugardaginn 3. og sunnudaginn 4. nóvember n.k. Skráning er á netinu og lýkur miðvikudaginn 31. október n.k. kl. 22:00. Sjá nánar í auglýsingu

Keppt verður í Keiluhöllinni Egilshöll. Byrjað er á að spila 6 leiki í forkeppni sem hefst kl. 9:00 laugardaginn 3. nóvember. Verð í forkeppnina er 9.500 kr. pr. par. Að því loknu komast 8 efstu pörin áfram í milliriðil og hefst keppni í milliriðli kl. 8:00 sunnudaginn 4. nóvember. Verð í milliriðil er kr. 9.000 pr. par. Í milliriðlinum verða spilaðir 6 leikir og keppa tvö efstu pörin að því loknu til úrslita.

Olíuburður í mótinu verður 38 fet Raven

Skráning er á netinu og lýkur miðvikudaginn 31. október n.k. kl. 22:00. Vinsamlega skráið báða aðilana með bandstriki á milli nafna, dæmi Jón Jónsson – Jón Jónsson. Sjá nánar í auglýsingu og í reglugerð um Íslandsmót para.

Íslandsmeistarar para 2011 voru Sigfríður Sigurðardóttir og Björn G. Sigurðsson bæði úr KFR.

Nýjustu fréttirnar