Staðan í 2. deild karla

Facebook
Twitter

Þegar þremur umferðum er lokið í A riðli 2. deildar karla eru ÍR-Broskarlar efstir með 49 stig, Þór er í öðru sæti með 45 stig, ÍR- Naddóður er í þriðja sæti með 39 stig og ÍR-A er í fjórða sæti með 30 stig.
 
Í B riðli er staðan þannig að ÍR-Blikk eru efstir með 51 stig, KR-B fylgir þeim enn fast á eftir og eru í öðru sæti með 50 stig, KFA-ÍA er komið upp í þriðja sætið með 29 stig og ÍR-NAS eru í fjórða sæti með 28 stig.

Í 3. umferðinni urðu úrslit leikja í A riðli þannig að Þór tók 18 stig á móti 2 hjá ÍR-A í Egilshöllinni og KFR-B vann ÍFH-A 16 – 4. í Öskjuhlíðinni unnu ÍR-Broskarlarnir KFR-KP-G með 16,5 stigum á móti 3,5 og ÍR-Naddóður tók 11 stig á móti 9 hjá ÍR-Keila.is.
 
Í B riðli urðu úrslit leikja í 3. umferðinni þannig að í Egilshöllinni vann ÍFH-D ÍR-G 13,5 á móti 6,5. Í Öskjuhlíðinni fór leikur ÍR-T og KR-B 6 – 14, ÍR-NAS vann KFR-Þrestina 12 – 8 og ÍR-Blikk vann KFA-ÍA-B 15 – 5.

Sjá nánar
 

Nýjustu fréttirnar