Staðan í 1. deild karla

Facebook
Twitter

Þegar þremur umferðum er lokið í keppni í 1. deild karla á Íslandsmóti liða er keppnin jöfn á toppnum. ÍA hefur tekið efsta sætið af félögum sínum og eru í 1. sæti með 48,5 stig, ÍR-KLS fylgja þeim fast á eftir með 48 stig, ÍA-W kemur síðan í þriðja sæti með 47 stig og ÍR-PLS eru komnir í fjórða sæti með 37,5. stig og einn leik til góða á móti ÍR-L.

Frestaður leikur ÍR-PLS og ÍR-L hefur verið settur á miðvikudaginn 10. október kl. 20:00 í Egilshöll.
 

Í 3. umferðinni fóru leikirnir þannig í Öskjuhlíðinni að ÍA vann KR-C 15 – 5 og ÍR-L vann KFR-JP-kast 10,5 – 9,5. Í Egilshöllinni vann ÍR-PLS KFR-Stormsveitina 19 – 1, ÍA-W vann KR-A 12,5 – 7,5 og ÍR-KLS sigraði KFR-Lærlinga 16 – 4.

Spilamennska í 1. deild karla hefur verið mjög há það sem af er. Magnús Magnússon ÍR-KLS á hæsta leikinn 290, Kristján Þórðarson ÍA og Valgeir Guðbjartsson KFR-Stormsveitinni hafa spilað 277 og alls hafa 35 keilarar spilaði leiki yfir 200. Kristján Þórðarson á hæstu seríuna 773, Hafþór Harðarson ÍR-PLS spilaði 747 í annarri umferðinni og Magnús Magnússon hefur hæst spilað 703.  Hafþór Harðarson er með hæsta meðaltalið 223,2, Einar Már Björnsson er með 218,5, Kristján Þórðarson 218,4 og Magnús Magnússon 216,0 og Andrés Páll Júlíusson ÍR-KLS með 206,4.  Sjá nánar

Nýjustu fréttirnar