Staðan í 1. deild karla

Facebook
Twitter

Þegar tveimur umferðum er lokið í 1. deild karla er keppnin jöfn á toppnum. KFA-ÍA-W eru eftir með 34,5 stig, félagar þeirra í KFA-ÍA fylgja þeim fast á eftir með 33,5 stig, ÍR-KLS er í þriðja sæti með 32 stig og loks koma KFR-Lærlingar í fjórða sæti með 20,5. stig.

KR-A og ÍR-L eiga einn leik til góða og ÍR-PLS á eftir að spila báða leikina sem var frestað vegna keppnisferðar Hafþórs Harðarsonar.

Í 2. umferðinni fóru leikar þannig að KFA-ÍA-W fékk 20 stig þar sem KR-C mætti ekki til leiks og KFA-ÍA vann KFR-Lærlinga 14,5 – 5,5 á Skaganum. Í Egilshöllinni vann KR-A 18 – 2 sigur á móti KFR-JP- Kast og ÍR-KLS sigraði KFR-Stormsveitina 15 – 5. Sjá nánar
 
Frestaður leikur ÍR-PLS og KR-A úr 1. umferð fór fram í Egilshöllinni mánudaginn 1. október kl. 19:00 og lauk með sigri ÍR-PLS 18,5 á móti 1,5 hjá KR-A.
 

Nýjustu fréttirnar