Liðakeppni lokið

Facebook
Twitter

Nú er liðakeppninni lokið á Evrópumóti kvenna í keilu og Ísland endaði í 24. sæti. Stelpurnar byrjuðu mjög vel í gær og spiluðu 947 og 966 í fyrstu tveimur leikjunum, en þriðji leikurinn var 823 og serían samtals 2.736. Í heildina spilaði liðið 5.370 eða 179 að meðaltali. Markmið liðsins að tryggja sér sæti á Heimsmeistaramótinu í keilu á næsta ári náðist því miður ekki, en þátttakan var mjög mikilvæg reynsla fyrir nýliða í landsliðshópnum og nýjan þjálfara.

Guðný Gunnarsdóttir náði bestum árangri íslensku keppendanna á mótinu, með 4.433 pinna alls og 184,7 að meðaltali í leik. Karen Rut Sigurðardóttir var með 4.372 pinna og 182,2 að meðaltali. Ragna Matthíasdóttir var með 4.248 pinna og 177 að meðaltali. Linda Hrönn Magnúsdóttir var með 4.131 pinna og 172,1 að meðaltali. Sigurlaug Jakobsdóttir var með 4.070 pinna alls og 169,6 að meðaltali og Ástrós Pétursdóttir endaði með 3.967 og 165,3 að meðaltali.

Svíþjóð sem var langefst að lokinni liðakeppninni varð að sætta sig við tap á móti Englandi í undanúrslitunum. Danir lutu einnig í lægra haldi fyrir Þjóðverjum og það verða því England og Þýskaland sem keppa til úrslita í liðakeppninni.

Sjá nánar á heimasíðu mótsins

Nýjustu fréttirnar