Heimsmeistaramót ungmenna U21 2012

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Heimsmeistaramót ungmenna undir 21 árs verður haldið í Bangkok í Thailandi dagana 22. júní – 3. júlí 2012. Fyrir Íslands hönd keppa þar fjórir piltar, Arnar Davíð Jónsson KFR, Einar Sigurður Sigurðsson ÍR, Guðlaugur Valgeirsson KFR og Skúli Freyr Sigurðsson KFA. Þjálfari liðsins og fararstjóri er Theódóra Ólafsdóttir. Leggja þau af stað til Thailand 20. júní n.k. og kemur Arnar Davíð til móts við hópinn í Kaupmannahöfn. Óskum við þeim góðrar ferðar og góðs gengis á mótinu og munum reyna að birta hér reglulegar fréttir frá mótinu.

Heimasíða mótsins er www.worldyouth2012.com

Nýjustu fréttirnar