Liðakeppnin hálfnuð

Facebook
Twitter

Nú er lokið fyrri þremur leikjunum í liðakeppninni á Evrópumóti kvenna í keilu. Ísland er núna í 24. sæti af 25. liðum með 2.634 pinna. Karen Rut Sigurðardóttir spilaði best íslensku keppendanna í dag með 571 seríu. Guðný Gunnarsdóttir spilaði 566, Ragna Matthíasdóttir var með 542, Sigurlaug Jakobsdóttir spilaði 492, Linda Hrönn Magnúsdóttir var með 463 og Ástrós Pétursdóttir spilaði 497.

Svíþjóð virðist ætla að halda sigurgöngu sinni áfram og er í efsta sæti með nokkra yfirburði að loknum fyrri keppnisdeginum með 3.247 pinna. England er í öðru sæti með 3.096 pinna og Ísrael er nokkuð óvænt í þriðja sætinu með 3.056, 6 pinnum ofar en Þýskaland í fjórða sæti og 8 pinnum ofar en Úkraína í fimmta sæti. Litlu munar á efstu liðum og ljóst er að keppnin um sæti í úrslitum verður hörð á morgun.

Ísland keppir í fyrra hollinu á morgun og byrjar að spila kl. 7:00 á íslenskum tíma (9:00 að staðartíma) og verður sama uppstilling á liðinu og í dag.

Sjá nánar á heimsíðu mótsins

Nýjustu fréttirnar