Keppni í þrímenningi hálfnuð

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Nú er lokið fyrri þremur leikjunum í keppni í þrímenningi á Evrópumóti kvenna í keilu. Ísland 1, Ragna Matthíasdóttir (580) , Linda Hrönn Magnúsdóttir (576) og Sigurlaug Jakobsdóttir (501), eru núna í 35. sæti með 1.657 pinna og Ísland 2, Karen Rut Sigurðardóttir (574), Ástrós Pétursdóttir (473) og Guðný Gunnarsdóttir (492), eru í 45. sæti af 48 talsins með 1.539 pinna.

 Svíþjóð 1 er efst með 2.051 pinna, Lettland 1 er í öðru sæti með 2.007 pinna og Þýskaland 1 er í þriðja sæti með 1.943 pinna.

Ragna, Linda Hrönn og Karen Rut voru að spila vel í dag, en við vitum að Sigurlaug, Ástrós og Guðný geta allar gert miklu betur. Vonandi eiga þær allar góðan dag á morgun og ná að spila sig upp um nokkur sæti. Áfram Ísland!

Á morgun spilar Ísland 2 í holli 3 sem hefur keppni kl. 10:30 (kl. 12:30 að staðartíma) og Ísland 1 spilar í holli 1 sem hefur keppni kl. 14:00 (kl. 16:00 að staðartíma).

Þau leiðu mistök urðu við skráningu fyrri fréttar í dag að íslensk tímasetning á öðrum riðlinum var ekki rétt og því er ítrekað að tíminn á Íslandi er tveimur tímum á undan tímanum í Hollandi og dagskrá mótsins.

Sjá nánari upplýsingar um skor og dagskrá á heimasíðu mótsins

Nýjustu fréttirnar