Keppni hafin á Evrópumóti kvenna

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Í morgun hófst keppni í tvímenningi á Evrópumóti kvenna í keilu sem fram fer í borginni Tilburg í Hollandi. Ragna Matthíadóttir og Sigurlaug Jakobsdóttir eru í holli 1 sem hóf keppni kl. 7:00 að íslenskum tíma (kl 9:00 að staðartíma). Guðný Gunnarsdóttir og Linda Hrönn Magnúsdóttir eru í holli 3 sem hefur keppni kl. 16:00 (18:00) í dag og Ástrós Pétursdóttir og Karen Rut Sigurðardóttir eru í holli 4 sem hefur keppni á morgun laugardag kl. 7:00 (9:00). Óskum við stelpunum okkar góðs gengis á mótinu. Áfram Ísland!

Fylgist með á heimasíðu mótsins

Nýjustu fréttirnar