ECC 2014 á Íslandi

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Stjórn Evrópska keilusambandsins (ETBF) hefur samþykkt umsókn Keilusambands Íslands um að halda Evrópumót landsmeistara í keilu European Champhions Cup (ECC) árið 2014. Mótið er nú komið á dagskrá Evrópusambandsins (Championship Calendar) og verður haldið í Reykjavík 13. – 20. október 2014. Á mótinu eiga keppnisrétt landsmeistarar, bæði karlar og konur, allra þeirra keilusambanda sem aðild eiga að Evrópusambandinu. Má því reikna með að keppendur á mótinu verði því um 80 talsins, auk fylgdarliðs.

Nýjustu fréttirnar