Ársþing KLÍ 2012

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

19. þing Keilusambands Íslands var haldið í ÍR heimilinu við Skógarsel miðvikudaginn 2. maí s.l. Þær breytingar urðu á stjórn KLÍ að Þórir Ingvarsson formaður og Guðmundur Sigurðsson gengu úr stjórn. Þórarinn Már Þorbjörnsson var kosinn nýr formaður sambandsins og aðrir í stjórn voru kosnir Heiðar Rafn Sverrisson, Höskuldur Höskuldsson og Ingi Geir Sveinsson og í varastjórn Linda Hrönn Magnúsdóttir, Karenína Kristín Chiodo og Guðmundur Jóhann Kristófersson. Fyrir í stjórn er Ólafur Páll Vignisson.

Ný stjórn Keilusambandsins hefur skipað með sér störfum þannig að Höskuldur Höskuldsson er varaformaður, Heiðar Rafn Sverrisson er ritari og Ólafur Páll Vignisson er gjaldkeri. Sjá nánar

Nýjustu fréttirnar