Þing KLÍ

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

18. þing KLÍ var haldið á Akranesi fimmtudaginn 12. maí.  Þær breytingar urðu á stjórn að Ómar Kristjánsson og Valgeir Guðbjartsson gengu úr stjórn og Linda Hrönn Magnúsdóttir og Ólafur Páll Vignisson voru kjörin í þeirra stað.  Á þinginu voru veittar viðurkenningar, Valgeiri Guðbjartssyni var veitt gullmerki KLÍ fyrir áralöng störf í þágu Keilusambandsins.

 

 Einnig voru veitt Afreksmerki KLÍ til þeirra sem hafa unnið til verðlauna á Evrópu- eða Heimsmeistaramóti.

                   

Magnús Magnússon fyrir brons á Evrópumóti í Álaborg 2001; Hafþór Harðarson og Róbert Dan Sigurðsson fyrir brons í tvímenning á Heimsmeistaramóti ungmenna í Orlando 2008.

Einnig hlaut Arnar Davíð Jónsson Afreksmerki fyrir Evrópumeistaratitil unglinga sem hann hlaut í apríl í Munchen.

 

Nýjustu fréttirnar