Alþjóðlegt keilumót.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Keiluklúbbur Icelandair stendur fyrir stóru alþjóðlegu keilumóti, IABL (International Airline Bowling League) sem haldið verður í Keilusalnum Öskjuhlíð dagana 10.-12. maí 2011. Um 18 flugfélög, víðs vegar að úr heiminum, hafa skráð sig til leiks. Alls eru því komnir tæplega 200 manns á gestalista Keiluklúbbsins.
Við erum gríðarlega stolt af þessari glæsilegu þátttöku og allri þeirri aðstoð sem keiluklúbburinn hefur fengið frá stjórnendum Icelandair, Keiluhöllinni í Öskjuhlíð, 66°Norður og fl. góðum fyrirtækjum við að gera okkur kleift að halda svona stórt mót. Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga að sjá góða keilara sýna listir sínar að kíkja við í Keiluhöllinni. Mótið fer fram 10.-12. maí og verður spilað frá kl. 08:30-21:30. Nema 12. mai þá er spilað frá 08:30-12:30.  
Stjórn Keiluklúbbs Icelandair.

 

Nýjustu fréttirnar