Evrópumót unglinga – Dagur 2

Facebook
Twitter

 Þá hafa stelpurnar hafið keppni og hér eru leikirnir þeirra.

Ástrós 147 – 155 – 192 – 197 – 134 – 155 = 980

Steinunn 135 – 137 – 147 – 195 – 153 -166 = 933

Þetta skilaði þeim 11. sæti af þeim 17 tvímenningum sem voru í riðlinum og 25. sæti af 32.

Strákarnir luku tvímenningskeppninni í gær og enduðu í 34. og 51. sæti.  Til úrslita hjá strákunum keppa Grikkir, Danir, Lettar og Rússar, en Norðmenn vantaði einn 2 pinna að komast uppfyrir Rússana. 

Þá er búið að setja upp vef myndavélar á mótsstað.  Það er hægt að fara inná þær frá heimasíðu mótsins www.eyc2010.fr eða hér.

Til úrslita hjá stelpunum keppa Englendingar, Rússar, Svíar og Ísraelir.  Þannig að Rússar eiga bæði stráka og stelpur í úrslitum.

Það voru svo sænsku stelpurnar og dönsku strákarnir sem enduðu sem Evrópumeistarar í tvímenning.

 

Nýjustu fréttirnar