Tæknimál

Facebook
Twitter

Tækninefnd kom saman á fundi í gær(miðvikudag) og ákvað eftirfarandi:

Allar deildir verða spilaðar í sama olíuburð 1DKK, 1DKVK og 2DKK
Tímabilið verður þrískipt fram að úrslitakeppni og miðað verður við umferðirnar hjá konunum. Þ.e.a.s. eftir hverja umferð hjá konunum verður skipt um olíuburð í húsinu.
Miðað verður við dagsetningar í dagskrá en ekki lok umferða ef að leikjum verður frestað.
Oliuburðirnir verða allir úr challenge seríunni frá Kegel. Þ.e.a.s. þeir eru ekki of erfiðir eða of léttir
Í fyrsta þriðjung verður spilað í Route 66
Í öðrum þriðjung verður spilað í Broadway
Í síðasta þriðjung verður spilað í Beaten path
Í úrslitakeppni fær heimaliðið að velja einn af þremur ofangreindum olíuburðum sem að búið er að spila í um veturinn.
Í deildarbikar verður spilað Middle road
Í íslandsmótum verða valdir olíuburðir úr PBA seríunni eða Sport seríunni frá Kegel (tilkynnt í október)
Stefnt er að því að unglingamótin muni fylgja deildarolíuburðinum nema að aðrar óskir komi frá unglinganefnd
Arnar Sæbergsson mun áfram starfa sem tengiliður tækninefndar við keiluhöllina og munu allar óskir tækninefndar fara í gegn um hann.

Nýjustu fréttirnar