WWC í Las Vegas dagur 6

Facebook
Twitter

Þá er okkar þátttöku lokið í wwc 2009 og urðu endalokin ekki eins og við ætluðum okkur.  Það var svaka kalt inn í keilusalnum og urðu stelpurnar að klæða sig í flíspeysur til að halda á sér hita, einnig fengum við ekki pacer og urðum að spila 4(1 auka leikmaður frá öðru landi) og þetta riðlaði leikhraðan og varð til þess að við kláruðum okkar leik svona 20 mín á undan öðrum og þurftum að vera kjurar á sama stað í ískulda(alveg satt þetta var fáranlegt með loftræstinguna) og bíða þar til að flautan gall sem gaf leifi til flutninga.

annars spiluðu stelpurnar svona:(fyrst 3 leikir stutt olía svo 3 leikir löng olía)

Alda: 157-135-216-166-180-146

Guðný: 230-185-155-138-172-169

Lísa: 149-147-142-194-188-155

Núna eigum við frídag á morgun og förum svo í ferðalag heim snemma á mánudagsmorgun, þetta er búin að vera skemmtileg ferð og allir nokkuð glaðir með ferðina

Síðasti pistillinn að sinni

kveðja frá Vegas

Hörður Ingi out

Nýjustu fréttirnar