EMC 2009 dagur 5

Facebook
Twitter

jæja þessi dagur reyndist vera nokkuð spennandi fyrir okkur, fyrst byrjuðu Róbert og Stebbi og gekk ekki sem skildi en kl. 16 byrjuðu hinir þrír og eftir 2 leiki sáum við að við áttum raunhæfan séns á að komast í 4 liða úrslit við þurftum að spila 690 til að ná þessu en við spiluðum 624 og enduðum í 7 sæti sem er bara mjög góður árangur.  Það var soldið skrítið að frétta á eftir að fólk var komið á bakvið okkur til að athuga hvort okkur tækist þetta og var að reikna út hvað við þyrftum að gera til að komast inn.  annars spiluðu strákarnir svona í dag:

Róbert:168-165-181, Stefán: 185-142-207, Jón Ingi: 212-238-167, Addi: 179-210-202, Hafþór: 206-173-255.

Hafþór er núna sá eini sem á möguleika á að komast í masterinn en hann er í 27. sæti yfir alla í einstakling, það eru 24 sem komast áfram.

Gull í þremenning fengu Svíar, silfur fengu Norðmenn og brons Svíar og Englendingar.

Við spilum í liðakeppninni í stuttri olíu á morgun kl. 9 (7 isl)

Nýjustu fréttirnar