EMC 2009 dagur 3

Facebook
Twitter

Það gekk ekki alveg hreint fyrir sig að komast í salinn í morgun því rútan gat ekki farið af stað vegna bilunnar, okkur fannst að bílstjórinn gæti ekki sett rútuna í gír en tókst þetta allt saman að lokum og töfðumst við um 15 mín og komum í salinn 20 ín áður en við byrjuðum.  Stebbi byrjaði í morgun og spilaði nú betur en í stuttu olíunni en hann spilaði 166-181-191-168-168-184 =1058.  Róbert og Jón Ingi byrjuðu svo kl. 13.30 og byrjaði Jón Ingi bara nokkuð vel en svo komu erfileikarnir og þingra að spila en hann spilaði 177-201-223-178-160-161 = 1100, en hjá  Róbert gekk ekkert upp og hann spilaði 167-139-171-188-199-134 = 998.  Á morgun kl. 9 (7isl) spila Jón Ingi, Addi og Hafþór í Þrímenning og Róbert og Stebbi kl. 16.

Víð fórum nokkuð flott út að borða í kvöld og gerðum okkur glaðan dag og buðum Adda í mat því hann (kallinn) varð 40 ára í dag, þessi dagur endaði því mjög vel og allir glaðir

kv. frá Álaborg

Hörður Ingi

Nýjustu fréttirnar