Ásgeir Þór og Steinþór Íslandsmeistarar

Facebook
Twitter

Steinþór Jóhannsson og Ásgeir Þór Þórðarson úr ÍR urðu í gær Íslandsmeistarar í tvímenningi eftir að hafa haft forystu frá því í þriðja leik.

Í undanúrslitunum í gær sigruðu þeir alla sína leiki, en meðaltal þeirra í undanúrslitunum var 220,6 og meðaltal þeirra úr öllum leikjum í mótinu var 213,9.

Steinþór og Ásgeir mættu þeim Andrési Páli Júlíussyni og Magnúsi Magnússyni úr KR í úrslitunum, en þeir voru einnig mjög sterkir í undanúrslitunum í gær og höfðu að lokum 539 pinna forskot á þriðja sætið.

Nýjustu fréttirnar