Íslenska landsliðið á Evrópmót karla

Facebook
Twitter

Í gær hélt íslenska karlalandsliðið til Vínar, þar sem Evrópumót karla fer fram dagana 30. júní til 10. júlí.  Liðið skipa þeir Andrés Páll Júlíusson og Björn Guðgeir Sigurðsson úr KR, Hafþór Harðarson úr KFR og Árni Geir Ómarsson, Róbert Dan Sigurðsson og Stefán Claessen úr ÍR, en Stefán tók sæti Björns Birgissonar sem á við meiðsli á öxl að stríða.  Með hópnum eru þeir Hörður Ingi Jóhannson þjálfari og Þórhallur Hálfdánarson.

Liðið kannaði aðstæður í keilusalnum í dag og tók æfingu, en á morgun verður hin opinbera æfing með endanlegum olíuburði og setningarathöfn.  Keppt er í tvímenningi mánudag til miðvikudag, þrímenningi fimmtudag og föstudag, og liðakeppni fer fram um helgina.  Mánudaginn 9. júlí eru svo úrslit einstaklinga úr samanlögðu skori úr hinum keppnunum.

Nýjustu fréttirnar