Evrópumeistaramót unglinga – EYC 2007

Facebook
Twitter

Evrópumeistaramót unglinga 2007 verður haldið í borginni Thessaloniki í Grikklandi dagana 6. til 14. apríl. n.k. Rétt til þátttöku hafa unglingar fæddir eftir 31. ágúst 1988 og fyrir Íslands hönd keppa þar fimm piltar og þrjár stúlkur.

Piltarnir eru: Andri Már Ólafsson KFR, Bjarni Páll Jakobsson KFR, Jón Ingi Ragnarsson KFR, Hafliði Örn Ólafsson ÍR og Skúli Freyr Sigurðsson KFA.  Stúlkurnar eru: Ástrós Pétursdóttir ÍR, Karen Rut Sigurðardóttir ÍR og Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR. Þjálfarar liðanna og farastjórar eru Hafþór Harðarson og Theódóra Ólafsdóttir. Heldur hópurinn utan á morgun, fimmtudag 5. apríl og hefur keppni á mótinu sunnudaginn 8. apríl. Óskum við þeim góðs gengis á mótinu. Upplýsingar um íslensku þátttakendurna

28 þjóðir taka þátt í Evrópumeistaramóti unglinga að þessu sinni og keppendur eru 260 talsins, 155 piltar og 105 stúlkur. Keppt verður í  tvímenningi þar sem spilaðir verða 6 leikir, þrímenningi þar sem spilaðir verða 6 leikir og liðakeppni  þar sem spilaðir verða 6 leikir. 16 efstu keppendurnir að loknum þessum 18 leikjum komast áfram í úrslit og keppa í Master Event. Heimasíða mótsins

Nýjustu fréttirnar