Jólamót KFR og Kampavínsmót KFR

Facebook
Twitter

  Að vanda mun KFR standa fyrir sínum árvissu keilumótum um hátíðirnar. Jólamót KFR verður haldið í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð á annan dag jóla, 26. desember og hefst keppni kl. 14:00. Mótið er B- mót þar sem keppt er í 4 flokkum eftir meðaltali, spilaði 3 leikir og þátttökugjaldið er kr. 1.200 á mann. Kampavínsmót KFR verður síðan haldið í Keiluhöllinni á gamlársdag, sunnudaginn 31. desember og hefst keppni kl. 11:00. Mótið er C-mót, keppt verður í 4 flokkum eftir meðaltali, spilaðir 3 leikir og kostar 1.200 kr. á mann.

Nýjustu fréttirnar