Skip to content

Evrópubikar landsmeistara.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Nú hafa Freyr og Lísa lokið 16 leikjum í mótinu og hafa bæði spilað í stuttum og löngum olíuburði. Freyr byrjaði ekki vel í stuttu olíunni og kláraði fyrstu 8 leikina á 1416 eða 177 í meðaltal. Í dag hefur hann nú tekið við sér og spilaði alveg hreint ágætlega í löngu olíunni, 1572 eða 196,5 í meðaltal. Hann er sem stendur í 28. sæti í heildarkeppninni og er 324 pinnum frá því að koma sér inn í topp 8.  Lísa byrjaði aftur á móti betur í stuttu olíunni og spilaði 1508 eða 188,5 í meðaltal, en síðan fór að halla undan hjá henni í löngu olíunni og náði hún ekki nema 1325 eða 165,6 í meðaltal út úr þeim 8 leikjum. Hún er sem stendur í 24. sæti með 177,1 í meðaltal og vantar 349 pinna til að komast í áttunda sætið. Bæði eiga þau eftir að leika 8 leiki á morgun í samblandi af olíuburði síðustu daga.

Nýjustu fréttirnar