Skip to content

Evrópubikar landsmeistara 2006

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Keilusamband Íslands sendir að vanda keppendur til þátttöku á Evrópubikar landsmeistara í keilu ECC 2006 og að þessu sinni er mótið haldið í borginni Riga í Lettlandi dagana 25. september til 1. október n.k. Fulltrúar okkar á mótinu verða Íslandsmeistarar einstaklinga 2006, þau Sigfríður Sigurðardóttir og Freyr Bragason sem bæði koma úr KFR. Þetta er þriðja árið í röð sem Sigfríður tekur þátt í þessu móti, en Freyr spilaði í þessu móti í Ísrael 1999.  Þjálfari, fararstjóri og fulltrúi KLÍ er Theódóra Ólafsdóttir. Halda þau utan á morgun, mánudag 25. september. 

Keppni hefst á miðvikudag 27. september og er keppt í einstaklingskeppni þar sem spilaðir eru 8 leikir í senn í þremur leikjablokkum, alls 24 leikir. Að loknum þessum 24 leikjum komast 8 efstu keppendurnir í karla- og kvennaflokki áfram í úrslit, sjá nánar í dagskrá. Alls eru 37 karlar og 34 konur skráð til keppni og eru keppendur því 71 talsins. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu mótsins

Nýjustu fréttirnar