ÍR-TT og ÍR-PLS fóru með sigur af hólmi

Facebook
Twitter

Keppnistímabilið í keilunni hófst formlega í gærkvöldi, þ.e. fimmtudaginn 21. september, þegar Meistarakeppni KLÍ fór fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. Lauk leikjunum með tvöföldum sigri ÍR-inga sem sjást hér fagna að loknum leik.

Með sigri ÍR-TT (2.010) á  Íslands- og bikarmeisturunum KFR-Valkyrjum (1.899) var brotið blað í sögu keilunnar á Íslandi. En þetta er í fyrsta sinn sem kvennalið úr öðru félagi en Keilufélagi Reykjavíkur KFR vinnur titil í liðakeppni í keilu í efstu deild kvenna. Í karlaflokki lögðu Íslandsmeistararnir ÍR-PLS (2.332), bikarmeistarana KFR-Lærlingar (2.073) sem veittu þeim litla mótspyrnu að þessu sinni. Lið ÍR-TT skipuðu Guðný Gunnarsdóttir, Karen Rut Sigurðardóttir, Linda Hrönn Magnúsdóttir, Sigríður Klemensdóttir og Sigurlaug Jakobsdóttir. Lið ÍR-PLS skipuðu Hörður Ingi Jóhannsson, Róbert Dan Sigurðsson, Sigurður E. Ingason, Steinþór G. Jóhannsson og Halldór Ragnar Halldórsson.

Óskum við Meisturunum til hamingju með sigurinn. Sjá skorið úr keppninni 

 

Nýjustu fréttirnar