Skip to content

Íslandsmót liða 2006 – 2007 1. umferð

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Á fundi með félögum og fyrirliðum sem haldinn var í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal s.l. fimmtudag var dregið í töfluröð í Íslandsmóti liða sem hefst í fyrstu viku október.  Í Keiluhöllinni verður keppt í 1. deild kvenna og 2. deild karla á mánudögum kl. 19:00, en í 1. deild karla á þriðjudögum kl. 19:00. Leikir í keilusalnum á Akranesi fara hins vegar fram á sama tíma og á síðasta tímabili, þ.e. á sunnudögum kl. 13:00 og 16:00.

7 lið eru skráð til keppni í 1. deild kvenna og hefst keppni í deildinni mánudaginn 2. október 2006.  Allir leikir umferðarinnar fara fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð og hefjast leikirnir á upphitun kl. 19:00. Í 1. umferð mætast ÍR-BK – KFR-Skutlurnar, ÍR-TT – KFA-ÍA, ÍR-KK – KFR-Valkyrjur og KFR-Afturgöngurnar sitja hjá.

Í 1. deild karla hefur liðum verið fækkað úr 12 í 10 lið frá síðasta keppnistímabili og eiga öll liðin í deildinni nú  heimavöll í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. Í 1. umferð þriðjudaginn 3. október kl. 19:00 mætast KR-A – KR-B, ÍR-L – ÍR-PLS, ÍR-P – KFR-Stormsveitin, KFR-Lærlingar – ÍR-KLS og KFR-Þröstur – ÍR-A.

9 lið eru skráð til keppni í 2. deild karla að þessu sinni.  Í 1. umferð mætast í Keilusalnum á Akranesi sunnudaginn 1. október kl. 13:00 KFA-ÍA – KR-C og og kl. 16:00 mætast þar KFA-ÍA-B – KFR-JP-kast. Leikir ÍR-NAS – KFK-Keila.is og ÍR-T – ÍR-Línur fara síðan fram í Keiluhöllinni Öskjuhlíð mánudaginn 2. október og hefjast leikirnir á upphitun kl. 19:00.

Nýjustu fréttirnar