ÍR-PLS og KFR-Valkyrjur Íslandsmeistarar

Facebook
Twitter
Óhætt er að segja að spennan hafi verið óbærileg í Keilu í Mjódd þegar þriðja og síðasta viðureign í úrslitum 1. deildar karla fór fram. Konurnar léku líka en sá leikur náði aldrei að verða spennandi. Þar léku KFR-Valkyrjur á móti KFR-Afturgöngum og sigruðu KFR-Valkyrjur einvígið nokkuð örugglega, 33 – 27 þrátt fyrir að KFR-Afturgöngur hafi sigrað viðureignina í gær 11 – 9.

KFR-Afturgöngur
Ragna M 153 182 190 525
Ágústa 181 160 171 512
Ragna G 198 149 191 538
Jóna 157 206 179 542
2117
KFR-Valkyrjur
Dagný 203 179 144 526
Magna 164 172 190 526
Unnur 146 155 155 456
Sigfríður 191 205 165 561
2069

Hjá körlunum var hins vegar mikil spenna, þó svo að eftir tvo leiki í gær hafi útlitið verið dökkt hjá KR-A en þá var staðan í heldina orðin 30 – 22 fyrir ÍR-PLS. Héldu flestir að aðeins formsatriði yrði fyrir ÍR-PLS að klára málið en það lið sem fyrr næði 30,5 stigum var orðið íslandsmeistari. En KR-A var ekki á þeim buxunum að gefa eftir og þegar níu rammar voru búnir í síðasta leiknum leit út fyrir að KR-A tæki öll stigin úr þeim leik sem og stigin fyrir heildina og jafnaði því 30 – 30. KR-A hefði þá hampað titlinum á hærra meðaltali. En heilladísirnar voru með ÍR-PLS, Davíð Löve KR-A opnaði 10 ramma og tapaði þar með fyrir Jóni Bragasyni. ÍR-PLS voru þar af leiðandi búnir að tryggja sér titilinn, sigruðu í heildina 31 – 29 en jafntefli varð í viðureigninni í gær 10 – 10. Segja má að Hörður Ingi hafi verið bjargvættur ÍR-PLS en hann spilaði mjög vel í gær eða 659.

ÍR-PLS
Jón Helgi 187 220 171 578
H. Ragnar 205 190 184 579
Hörður 258 169 232 659
Steinþór 224 192 192 608
2424
KR-A
Davíð 235 182 168 585
Björn S. 227 185 258 670
Magnús 191 196 256 643
Björn B. 186 179 234 599
2497
 


Íslandsmeistarar KFR-Valkyrjur

Íslandsmeistarar ÍR-PLS

2. sæti KR-A

2. sæti KFR-Afturgöngur

Áhorfendur voru fjölmargir.

Nýjustu fréttirnar