Sjóvá mótinu lýkur um helgina

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Í kvöld föstudaginn 21. apríl fóru fram í Keilu í Mjódd 8 manna úrslit í Sjóvá mótinu, bikarkeppni einstaklinga 2006. Þar mættust í kvennaflokki í hörkuspennandi leik Sigfríður Sigurðardóttir KFR, bikarmeistari síðustu tveggja ára, og Ragna Matthíasdóttir KFR, sem unnið hefur mótið oftast allra keppenda, og lauk leiknum með sigri Sigfríðar 556 á móti 555. Guðný Gunnarsdóttir ÍR sigraði Mögnu Ýr Hjálmtýsdóttur KFR með 578 á móti 524, Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR sigraði Sigríði Klemensdóttur ÍR með 528 á móti 482 og Dagný Edda Þórisdóttir KFR sigraði Sigurlaugu Jakobsdóttur ÍR með 631 á móti 514. Á morgun verður sannkallaður „systraslagur“ þar sem þær Linda Hrönn Magnúsdóttir og Guðný Gunnarsdóttir, Sigfríður Sigurðardóttir og Dagný Edda Þórisdóttir mætast í undanúrslitunum sem hefjast á morgun laugardaginn 22. apríl kl. 10:00.

Í karlaflokki var sannkölluð stórskotahríð þar sem Hafþór Harðarson KFR sigraði Atla Þór Kárason ÍR með 761 á móti 568 og tók þar með hæstu seríu mótsins af liðsfélaga sínum Frey Bragasyni. Stefán Claessen ÍR sigraði Halldór Ragnar Halldórsson ÍR með 633 á móti 571, Björn G. Sigurðsson KR sigraði Konráð Þór Ólafsson KFR með 661 á móti 535 og Steinþór G. Jóhannsson ÍR sigraði Magnús Reynisson KR með 730 á móti 497. Í undanúrslitunum kl. 10:00 á morgun mætast Stefán Claessen og Steinþór G. Jóhannsson, Hafþór Harðarson og Björn G. Sigurðsson. Úrslitin fara fram strax að loknum undanúrslitunum. Að vanda verður boðið upp á kaffiveitingar meðan úrslit fara fram og eru allir velkomnir.

Sjá úrslit úr mótinu hér.

 

Nýjustu fréttirnar