Dagur 1 – Íslandsmót unglinga 2006

Facebook
Twitter
Íslandsmót unglinga hófst í morgun í Keilu í Mjódd.  Það eru 25 þátttakendur í mótinu frá 3 keilufélögum, flestir frá ÍR eða 11.
Það er Bjarni Páll Jakobsson KFR sem spilaði best allra í dag. Bjarni leikur í 1. flokki drengja og voru leiknir 6 leikir í þeim flokki. Bjarni spilaði 1064 sem gera 177,3 að meðaltali. Best stúlkna spilaði Ástrós Pétursdóttir ÍR en hún leikur í 2. flokki en þar voru einnig leiknir 6 leikir. Ástrós spilaði 882 sem gera 147 í meðaltal.
Mótinu verður haldið áfram á morgun en þá leika 1. og 2. flokkur í Keiluhöllinni Öskjuhlíð kl. 9:00 en 3. og 4. flokkur í Keilu í Mjódd kl. 14:00
Sjá stöðu í mótinu hér.
   

Nýjustu fréttirnar