AMF World Cup – dagur 1

Facebook
Twitter

Í dag hófst Heimsbikarbikarmót einstaklinga í Ljubljana í Slóveníu. Fyrir Íslands hönd keppa þar Arnar Sæbergsson og Guðný Gunnarsdóttir úr ÍR.

Bæði hófu þau keppni í dag og léku 6 leiki. Arnar er í 2. sæti eftir 1. keppnisdag, spilaði á 230 í meðaltal. Í efsta sæti er Michael Schmidt frá Canada með 235 í meðaltal og í þriðja sæti er Dominic Lim Zhong frá Singapore. Frábær byrjun hjá Arnari og vonandi nær hann að fylgja þessu eftir. Alls eru 83 keppendur í karlaflokki.
Guðný byrjað daginn vel, var fyrir ofan miðju eftir 3 leiki en gekk illa í seinni þremur og er sem stendur í 55. sæti með 162 í meðaltal af 68 keppendum. Efst í kvennaflokki er Helen Johnsson frá Svíþjóð með 224 í meðaltal.

Bæði Arnar og Guðný leika á morgun 6 leiki en allir keppendur leika 24 leiki áður en skorið er niður í 24 keppendur í karla og kvennaflokki. Mótinu líkur sunnudaginn 20. nóvember.

Hér eru nokkrir áhugaverðir tenglar í kringum mótið:

Staða:  http://www.arenalive.si/AMF/en/results/
Dagskrá: http://www.arenalive.si/AMF/en/schedules/
Keppnisstaður:  http://www.arenalive.si/AMF/en/venue/
Keppendur: http://www.arenalive.si/AMF/en/participants/
Um mótið:  http://www.arenalive.si/AMF/en/at-a-glance/  og  http://www.arenalive.si/AMF/en/tidbits/

 

ÁHE

Nýjustu fréttirnar