Evrópumeistaramót karla

Facebook
Twitter

Þegar keppni er lokið í tvímenningi er staða okkar keppenda þannig í heildarkeppninni (All Events) að Steinþór G. Jóhannsson er efstur íslensku keppendanna í 38. sæti með 2575 stig eða 214,58 að meðaltali í leik og vantar 115 upp í 16. sætið. Finninn Petteri Salonen leiðir nú keppnina með 2811 stig eða 234,25 að meðaltali, í öðru sæti er Norðmaðurinn Lasse Ingebrigtsen með 2795 eða 232,92 að meðaltali og í þriðja sæti er Þjóðverjinn Oliver Morig með 2784 eða 232 að meðaltali, þannig að keppnin er ennþá jöfn og spennandi. Á morgun miðvikudag 8. júní og fimmtudaginn 9. júní verður keppt í þrímenningi.

Í tvímenningnum var árangurinn okkar manna þannig að Steinþór og Magnús Magnússon urðu í 36. sæti með 2474 eða 206,17 að meðaltali, Arnar Sæbergsson og Árni Geir Ómarsson voru í 60. sæti með 2285 eða 190,42 að meðaltali og Björn G. Sigurðsson og Kristján Þórðarson enduðu í 67. sæti 2238 186,50. Sigurvegarar í tvímenningnum voru Finnarnir Petteri Salonen og Jari Ratia 2788 stig eða 232,33 að meðaltali í leik.  Í öðru sæti voru Þjóðverjarnir Oliver Morig og Kai Gunter með 2731 eða 227,58 að meðaltali og í þriðja sæti voru Norðmennirnir Per Kristian Eide og Lasse Ingebrigtsen með 2716 eða 226, 33 að meðaltali.

Að þessu sinni taka 28 þjóðir þátt í Evrópumeistaramótinu og alls 161 keppandi, en ekki mæta allar þjóðir með fullt lið til keppni. Keppt er í einstaklingskeppni 6 leikir, tvímenningi 6 leikir, þrímenningi 6 leikir og liðakeppni 5 manna liða 6 leikir eða samtals 24 leikir.  Efstu 16 efstu keppendurnir eftir þessa 24 leiki komast áfram og spila maður á móti manni (Round robin) samtals 15 leiki, þar sem veittir eru 30 pinnar í bónus fyrir unninn leik og 15 pinnar fyrir jafntefli.

Hægt er að fylgjast með fréttum á www.keila.is og á heimasíðu mótsins http://bowlingsport.ru/tur/world/emc2005/english.shtml

Nýjustu fréttirnar