Arnar Davíð lék í dag seinni 8 leikina í forkeppni EM í Olomouc í Tékklandi. Arnar spilaði mjög vel og tryggði sig inn í 16 manna úrslitin.
Arnar, sem spilaði 1801 í gær bætti um betur í dag og spilaði 1882 eða 3683 samtals. Þetta skilaði honum 6. sæti inn í 16 manna úrslit.
Arnar byrjaði daginn frábærlega, spilaði 268, 268 og 245 í fyrstu þremur leikjunum. Heldur dalaði spilamennskan í næstu þremur leikjum en þeir voru 213, 192 og 205. Arnar fann línuna aftur í síðustu tveimur leikjunum sem voru 237 og 254. Frábær spilamennska og er hann með 230,2 í meðaltal.
Arnar á þó enn ýmislegt inni og hann er staðráðinn í að sýna það. Á morgun kl. 11:00 hefst keppni í 16 manna úrslitum og eru leiknir 8 leikir. Eftir það verður skorið niður í 8 keppendur sem halda áfram í undanúrslit.
Það er heimamaðurinn Jaroslav Lorenc sem er efstur með 242,9 í meðaltal, næstu kemur James Gruffman frá Svíþjóð með 241,9 og þriðji er Valentyn Kucherencko frá Úkraínu með 234,2 Arnar Davíð er 64 stigum frá þriðja sætinu.
Arnar Davíð leikur seinni 8 leikina í forkeppni EM í dag. Hann á góða möguleika á að komast áfram.
Hafdís Pála hefur lokið leik á EM í Olomouc. Hún endaði í 34. sæti.
Arnar Davíð hóf keppni á EM í morgun. Hann var í seinni riðli karla en spilamennskan í fyrri riðlinum var mjög góð..jpg)
Þá hafa allir keppendur í kvennaflokki á EM lokið 8 leikjum.
Hafdís Pála hóf leik í dag á Evrópumótinu í Olomouc.
Dagana 25. – 31. október fer Evrópumót landsmeistara fram í Olomouc í Tékklandi 
Dregið verður í 16.liða bikar 1.11.2016 kl 18:30