Arnar flaug inn í 16 manna úrslit

Arnar Davíð lék í dag seinni 8 leikina í forkeppni EM í Olomouc í Tékklandi. Arnar spilaði mjög vel og tryggði sig inn í 16 manna úrslitin. 

Arnar, sem spilaði 1801 í gær bætti um betur í dag og spilaði 1882 eða 3683 samtals. Þetta skilaði honum 6. sæti inn í 16 manna úrslit.
Arnar byrjaði daginn frábærlega, spilaði 268, 268 og 245 í fyrstu þremur leikjunum. Heldur dalaði spilamennskan í næstu þremur leikjum en þeir voru 213, 192 og 205. Arnar fann línuna aftur í síðustu tveimur leikjunum sem voru 237 og 254. Frábær spilamennska og er hann með 230,2 í meðaltal.

Arnar á þó enn ýmislegt inni og hann er staðráðinn í að sýna það. Á morgun kl. 11:00 hefst keppni í 16 manna úrslitum og eru leiknir 8 leikir. Eftir það verður skorið niður í 8 keppendur sem halda áfram í undanúrslit.

Það er heimamaðurinn Jaroslav Lorenc sem er efstur með 242,9 í meðaltal, næstu kemur James Gruffman frá Svíþjóð með 241,9 og þriðji er Valentyn Kucherencko frá Úkraínu með 234,2   Arnar Davíð er 64 stigum frá þriðja sætinu.

Sjá stöðu hérna.

 

Arnar leikur kl. 11:30 í dag

Arnar Davíð leikur seinni 8 leikina í forkeppni EM í dag. Hann á góða möguleika á að komast áfram. 

Arnar, sem lék mjög vel í gær, er sem stendur í 10. sæti en 16 efstu komast áfram í milliriðil.  Keppni hefst hér í Olomouc kl. 11:30 að íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með á heimasíðu mótsins http://www.ecc2016.eu/ og fylgjast beint með skorinu á slóðinni http://onlinescore.qubicaamf.com/?idcenter=8730. Arnar hefur leik á braut 15 og færir sig svo eitt sett niður eftir hvern leik. 

Hafdís hefur lokið leik

Hafdís Pála hefur lokið leik á EM í Olomouc. Hún endaði í 34. sæti. 

 Hafdís lék seinni 8 leikina í forkeppninni í gær. Hún var að loka betur en í fyrri 8 leikjunum en fékk þó nokkuð af erfiðum glennum. Hún spilaði 1303 og 2622 í heildina sem gera 163,9 í meðaltal.

Baráttan á toppnum er hörð en þar er spilamennskan mjög góð. Efst er Maria Bulanova frá Rússlandi með 232.2 í mtl, í öðru sæti er Casja Wegner með 225,6 í mtl og í því þriðja er Nicole Sanders frá Hollandi með 222,4 í mtl.

Flott spilamennska hjá Arnari

Arnar Davíð hóf keppni á EM í morgun. Hann var í seinni riðli karla en spilamennskan í fyrri riðlinum var mjög góð.

Arnar byrjaði daginn mjög vel, spilaði 267 og fylgdi því eftir með 259 og 257.  Eftir það dalaði spilamennskan aðeins en allir leikir í dag, fyrir utan 7. leik, voru mjög ásættanlegir.
Dagurinn skilaði 1801 sem gera 225,1 í mtl og þegar allir hafa lokið 8 leikjum er Arnar í 10 sæti af 40 keppendum.  Á morgun eru leiknir 8 leikir til viðbótar og eftir þá komast 16 efstu keppendurnir áfram.

Hafdís Pála spilar seinni 8 leikina sína í forkeppninni síðar í dag en Arnar Davíð leikur sína seinni 8 leiki annað kvöld.

Minningarmót KFR

Laugardaginn 29. október kl. 10:00 heldur Keilufélag Reykjavíkur minningarmót um látna keilara. Leiknir eru 4 leikir og er leikið í blönduðum flokki með forgjöf. Forgjöf er 80% af mismun meðaltals og 200, þó forgjöfin sé neikvæð, en forgjöfin verður þó aldrei hærri en 64 pinnar. Veitt eru peningaverðlaun fyrir efstu 5 sætin.

1. sæti – kr. 25.000.-

2. sæti – kr. 15.000.-

3. sæti – kr. 10.000.-

4. sæti – kr. 6.000.-

5. sæti – kr. 4.000.-

 

Olíuburður: 2007 USBC Junior Gold – Modified Cheetah – 34 fet – ratio 1.97

Mótið er opið og geta allir tekið þátt óháð félgai – Verð kr. 4.000.-

Lokað er fyrir skráningar föstudaginn 28 .okt. kl.21:00

Smelltu hér til að skrá þig

Erfiður dagur hjá Hafdísi

Hafdís Pála hóf leik í dag á Evrópumótinu í Olomouc.  

Eftir ágætis byrjun í fyrsta leik reyndist það sem á eftir kom frekar erfitt. Hafdís var að kasta ágætlega en gekk illa að finna línu og einnig var leifaspilið ekki að ganga nógu vel.  Hún endaði með 1319 í 8 leikjum sem gera 164,9 í meðaltal og er í 16. sæti þegar fyrsta riðli af þremur er lokið. Hin sænska Casja Wegner spilaði best í riðlinum eða 1825 sem gera 228.1 í meðaltal.

Í fyrramálið kl. 7:00 að íslenskum tíma hefst svo keppni hjá Arnari Davíð en Hafdís leikur næst á morgun kl. 11:30.

Hafdís og Arnar Davíð á ECC

Dagana 25. – 31. október fer Evrópumót landsmeistara fram í Olomouc í Tékklandi 

 Það eru Íslandsmeistararnir 2016, Hafdís Pála Jónasdóttir og Arnar Davíð Jónsson úr KFR sem keppa fyrir Íslands hönd á mótinu. Með þeim er Ásgrímur H. Einarsson þjálfari.
Keppni hefst á miðvikudag en í dag eru æfingar á brautunum.  Olíuburður í mótinu var kynntur í morgun og verður hann 42 fet, hægt er að skoða hann nánar hér.

Hafdís byrjar fyrstu átta leikina á morgun miðvikudag kl. 9:00 (7:00 Ísl tíma) og Arnar Davíð spilar fyrstu átta leikina á fimmtudag kl. 9:00 (7:00 Ísl tíma).

Heimasíða mótsins er www.ecc2016.eu og þar eru birt úrslit jafnóðum, eins er hægt að fylgjast með skori á síðunni, onlinescore.qubicaamf.com/?idcenter=8730

Fréttir verða uppfærðar hér á síðu KLÍ daglega.

 

Íslandsmót í tvímenning 2016

 Íslandsmót í tvímenning 12 & 13 nóv 2016

Laugardagur 12.okt kl 9:00
Forkeppni 7500.- pr.tvímenning
4leikir – Efstu 10 fara áfram

Milliriðill 7500.- pr.tvímenning
4.leikir – Efstu 6 fara áfram

Sunnudagur 13.okt kl 9:00
Undanúrslit 7500.- pr.tvímenning
Einföld umferð allir við alla

Úrslit – Efstu 2 leika til úrslita

 

Olíuburðir:
Elitserien-47 fet 
http://www.swebowl.se/globalassets/svenska-bowlingforbundet/oljeprofiler-1617/elitserien- 47-2016.pdf 
Los Angeles – 35 fet 
http://www.worldbowling.org/wp-content/uploads/2014/04/WTBALosAngeles35_16.pdf

Skráning inn á:
www.keila.eventbrite.com

Vinsamlegast skráið nöfn beggja leikmanna sem fornafn í skráningu

Lokað er fyrir skráningu fimmtudaginn 10.11.16 kl 10.11pm (kl: 22.11)

 

Mótanefnd áskilur sér rétt til breytingar á mótinu ef ekki nægur fjöldi fæst eða að færa það til kl 8:00 ef að það verða það margir