Einar Már Björnsson sigrar AMF

Einar Már Bjönrsson ÍRNúna um helgina lauk forkeppni Heimsbikarmóts AMF en 3. og síðasta umferðin var leikin auk úrslita. Einar Már Björnsson sigraði í úrslitum en hann lék við Arnar Sæbergsson. 

Einar sigraði með 247 pinnum gegn 224. Stigahæst kvenna varð síðan Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR en hún endaði í 5. sæti í úrslitum. Einar Már verður því fulltrúi Íslands á 53. AMF heimsbikarmótinu sem fram fer í Hermosillo í Maxíkó dagana 4. til 12. nóvember n.k. Dagný Edda tryggði sér einnig þátttökurétt á því móti.

Nánari upplýsingar á www.ir.is/keila

Umspil um sæti í 2.deild

Sunnudaginn 21.maí og Þriðjudaginn 23.maí verða spilaðir 2 leikir þar sem spilað er um 2 laus sæti í 2.deild á næsta tímabili

 

 

 

 

 

 

Liðin sem að spila um laus sæti eru:

Sunnudagur 21.Maí 2017

ÍR Naddóður – ÍR T Spila á brautum 21 – 22
ÍR Naddóður hefur valið Columbia 300 Vienna Open – 42 fet

ÍR Blikk – ÍR Land Spila á brautum 19 – 20
ÍR Blikk hefur valið Modified Cheetah – 34 fet

Þriðjudagur 23.maí kl 19:00

ÍR Land – ÍR Blikk spila á brautum 21 – 22
ÍR Land hefur valið Columbia 300 Vienna Open – 42 fet

ÍR T – ÍR Naddóður spila á brautum 19 -20
ÍR T hefur valið………..

KFR-Valkyrjur og ÍR-KLS Íslandsmeistarar

Í kvöld lauk keppni á Íslandsmóti liða þegar úrslitaviðureignir í karla og kvennaflokki kláruðust.

 Um var að ræða þriðja úrslitakvöld og spennan mikil í báðum flokkum
Það voru KFR-Valkyrjur og ÍR-TT sem léku til úrslita hjá konunum. Leikar voru jafnir alveg fram að lokum þriðja leiks en þá sigldu KFR-Valkyrjur fram úr og unnu kvöldið 9 – 5 og úrslitaeinvígið 23 – 19. KFR-Valkyrjur eru því Íslandsmeistarar 2017.

Hjá körlunum var spennan mikil fyrir kvöldið. Það slokknaði hins vegar á henni þegar ÍR-KLS vann fysta leikinn 4 – 0 í kvöld en Lærlingar komu sterkir til baka og unnu næsta leik 0 – 4.  Lærlingar þurftu því að vinna síðasta leikinn stórt en voru herslumun frá því og ÍR-KLS er því Íslandsmeistari 2017, unnu samtals 22 – 20.

Til hamingju KFR-Valkyrjur og ÍR-KLS

 Úrslit úr undanúrslitum og úrslitum má sjá hér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagný í stað Mögnu.

ECC, Evrópumót landsmeistara, fer fram í Austuríki í haust. Ísland sendir þangað tvo keppendur. 

 Íslandsmeistararnir Magna Ýr Hjálmtýsdóttir og Gústaf Smári Björnsson unnu sér rétt til þátttöku á mótinu. Eins og áður hefur komið fram er Magna Ýr ólétt og mun því ekki geta tekið þátt á ECC. KLÍ bauð þá Rögnu Matthíasdóttur sætið en hún lenti í öðru sæti á Íslandsmótinu. Ragna á ekki heimangengt og því var Dagný Eddu Þórisdóttur boðið sætið en hún endaði í þriðja sæti Íslandsmótsins.  Dagný þáði boðið og mun því fara með Gústafi Smára til Austurríkis. 

Úrslit í Íslandsmót liða 2017

Í kvöld fór fram dagur 2 af úrslitum í íslandsmóti liða 2017. 
Hörku spenna var í leikjum kvöldsins.
KLS vann Lærlinga 9 – 5 og hjá Valkyrjum og TT endaði með 7 – 7 jafntefli

Staðan eftir kvöldið er:
Karla flokkur: KFR Lærlingar 11 – ÍR KLS 17

Kvenna flokkur: KFR Valkyrjur 14 – ÍR TT 14

Loka rimman byrjar svo á þriðjudagskvöld kl 19 og eru 14stig eftir í pottinum.
Miðað við spennuna í síðustu leikjum má búast við hörku viðureign og eru allir hvattir til að mæta og hvetja sitt lið.

Hafa bæði lið valið Columbia 300 vienna Open – 42 fet

Úrslit Íslandsmót liða 2017

Á sunnudag fór af stað úrslit í íslandsmóti liða. Óhætt er að segja að þarna geti allt gerst þar sem að úrslit voru að ráðast á síðustu köstum hjá körlum og konum. Búast má við sömu spennu í kvöld þegar dagur 2 af 3 fer fram. Mikið var um fólk á svæðinu og er þeim sem að vilja fylgjast með að mæta snemma og hvetja sitt lið.

Mánudagur 08.05. 2017 kl 19:00

ÍR TT – KFR valkyrjur á brautum 17 – 18 ( Staða 7 – 7 )

KFR Lærlingar – ÍR KLS á brautum 19 – 20  (Staða 6 – 8 )

Hafa bæði lið valið Modified cheetah 34fet

3. umferð AMF og úrslit

3. og síðasta umferð í forkeppni AMF World Cup 2017

Boðið er upp á tvo riðla, miðvikudaginn 10. maí kl. 19:00 og laugardaginn kl. 09:00 – Verð krónur 6.000,- pr riðil.
Fyrirkomulag
Fyrirkomulag þessarar 3. umferðar er þannig að leikin er 6 leikja sería, skipt um brautarpar eftir hvern leik. Spila má báða dagana í forkeppninni og gildir þá betri serían til úrslita. Konur fá 8 pinna í forgjöf.
 
Breytt fyrirkomulag í úrslitum 3. umferðar. Eftir forkeppnina á laugardeginum fara 4 efstu keilararnir í Stepladder úrslit. 4. sætið keppir við það 3. einn leik og sigurvegarinn heldur áfram, keppir við 2. sætið. Enn þarf að vinna einn leik til að komast í úrslit á móti 1. sæti forkeppninnar. Keilarar verða að fylgjast vel með hvort þeir séu í úrslitum. Gera má ráð fyrir að þau byrji 12:30.
 
Stig eru gefin að 1. sætið fær 12 stig, 2. sætið 10 stig, 3. sætið 8 stig, 4. sætið 7 stig og svo fá leikenn með hæstu seríur þar fyrir utan 6 til 1 stig.
 
Að venju eru verðlaun veitt með forgjafarfyrirkomulagi í 3. og síðustu umferðinni. Forgjöf er 80% mismun meðaltals 200. Konur fá ekki auka 8 pinna á leik með almennri forgjöf.
Olíuburður verður sá sami og í 1. umferðinni: Kegel Challenge Series – ABBEY ROAD – 3540 (50 uL)
 
Úrslit í forkeppni AMF World Cup sunnudaginn 14. maí kl 09:00
Á sunnudeginum 14. maí kl. 09 hefjast svo lokaúrslit. Athugið að greiða þarf þátttökugjald í þau kr. 11.000,- (eingöngu kostnaður vegna brautargjalda). Úrslitin verða sem fyrr 10 efstu úr samanlögðu sem keppa maður á mann Round Robin format og svo að lokum eru 4 keilara Stepladder úrslit. Sigurvegari mótsins fær ferð, gistingu og þátttökugjald á 53. AMF World Cup sem fram fer í Hermosillo í Mexíkó dagana 4. til 12. nóvember 2017, flug og hótel. Hæsti keilari af gagnstæðu kyni fær einnig þátttökurétt á mótinu.
Olíuburður í úrslitum sunnudaginn 14. maí verður Kegel Landmark Callenge Series – C-Tower of Pisa 41 fet.

 

Undanúrslit Íslandsmót liða 2017

 Undanúrslit Íslandsmót liða karla 2017 kláruðust í kvöld.

 

ÍR PLS mætti KFR Lærlingar og fóru leikar 4 – 10  í kvöld fyrir KFR Lærlingum ( 9,5 – 18,5 fyrir KFR Lærlinga)

KFR Stormsveitin mætti ÍR KLS og fóru leikar 5 – 9 fyrir KFR Stormsveit  (10 – 18 fyrir ÍR KLS )

 

Einnig var spilað um laust sæti í 1.deild þar sem að KFR Elding mætti KFR Valkyrjur Z. 

KFR Valkyrjur Z náðu að vinna 8 – 4 í kvöld og spila því í 1.deild á næsta tímabili.

 

Á sunnudag kl 19:00 fara fram úrslitaleikir í karla og kvenna. Þar sem að mætast

 

KFR valkyrjur – ÍR TT á brautum 15 – 16

ÍR KLS – KFR Lærlingar á brautum 17 – 18

Hafa bæði lið valið Columbia 300 vienna Open – 42 fet