Andlátsfregn

Sofía Erla StefánsdóttirSofía Erla Stefánsdóttir úr ÍR BK lést  miðvikudaginn 22. mars s.l. eftir erfið veikindi. Sofía hóf að stunda keilu fyrir rúmum 30 árum eða um 1985 eða svo. Eins og aðrir sem hófu að spila keilu á þeim árum gekk hún til liðs við Keilufélag Reykjavíkur og var þar í allmörg ár. Eftir smá hlé frá iðkun kom hún aftur inn í keiluna árið 2003 og gekk þá til liðs við ÍR KK en síðar fór hún yfir í ÍR BK liðið þar sem hún varð til loka.

Sofía Erla verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 31. mars kl. 15:00.

Keilusamfélagið sendir ættingjum og vinum Sofíu samúðarkveðjur sínar.

Ný stjórn keiludeildar ÍR

Ný stjórn keiludeildar, á myndina vantar Einar og Daníel Í gær var fyrsti fundur nýrrar stjórnar keiludeildarinnar eftir aðalfund. Samkvæmt venju er fyrsta verk stjórnarinnar að skipta með sér verkum og leggja drög að starfsárinu framundan. Stjórn deildarinnar er skipuð eftirfarandir:

 

  • Jóhann Ágúst Jóhannsson – Formaður
  • Svavar Þór Einarsson – Varaformaður
  • Sigríður Klemensdóttir – Gjaldkeri
  • Sigrún Guðmundsdóttir – Ritari
  • Karen Hilmarsdóttir – Meðstjórnandi

Varamenn eru síðan:

  • Einar Hafsteinn Árnason
  • Daníel Ingi Gottskálksson

Næstu verkefni deildarinnar eru Páskamót ÍR í næstu viku og svo lokaumferðin í AMF mótaröðinni í maí. Einnig er búið að ákveða dagseningu þings Keilusambandsins en það verður mánudaginn 22. maí og verður að þessu sinni haldið hjá ÍA á Akranesi.

Bikarkeppni 4 liða

Í gær fór fram einn leikur í 4 liða úrslitum kvenna.
Þar voru það KFR Valkyrjur sem að mættu ÍR BK.
Eftir Roll off var það ÍR BK sem hafði sigur.
Það kemur svo í ljós á sunnudag hver það verður sem að mætir þeim í úrslitum 8.apríl 

Á sunnudag 2.apríl kl 19:00 verða spilaðir 3 leikir

Það eru ÍR Buff á móti KFR Afturgöngum

og svo í karla flokki eru það

ÍR Fagmaður á móti KFR Grænu töffararnir

KFR Lærlingar á móti KR A

Kvetjum við alla til að koma og horfa á þessar viðureignir þar sem að allt verður lagt undir hjá öllum liðum.

Íslandsmót Öldunga 2017

Var haldið 18 & 19 mars og 25 & 26 mars
Eftir spennuþrungin leik í báðum flokkum kom í ljós í 10 ramma hver bæri sigur úr býtum.

Í kvenna flokki voru það Ragna Matthíasdóttir KFR sem að vann Jónu Gunnarsdóttir KFR

Í karla flokki voru það Guðmundur Sigurðsson ÍA sem að vann Kristján Þórðarsson KR

 Staða efstu í Báðum flokkum:

Kvenna:

1. Sæti Ragna Matthíasdóttir KFR
2. Sæti Jóna Gunnarsdóttir KFR
3. Sæti Bára Ágústsdóttir KFR

Karla:

1. Sæti Guðmundur Sigurðsson ÍA
2. Sæti Kristján Þórðarsson KR
3. Sæti Sveinn Þrastarsson KFR
4. Sæti Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍR
5. Sæti Guðmundur Konráðsson Þór
6. Sæti Magnús Reynisson KR

Akureyri Open 2017

Akureyri Open verður haldið laugardaginn 8. apríl kl 19:00 í keilunni Akureyri.


Keppt verður með og án forgjafar í karla og kvennaflokkum og verðlaun veitt fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki.
Spilaðir verða 3 leikir og ráðast úrslitin í forgjafarkeppninni eftir þessa 3 leiki þar sem að hæsta meðaltalið sigrar.
Þeir 3 einstaklingar sem hafa hæstu skorin án forgjafar eftir þessa 3 leiki munu spila til úrslita um að verða Akureyri Open meistari 2017.
Úrslitin eru spiluð eins og á Íslandsmóti einstaklinga.
Olíuburður verður „
2013 EBT 15 – Columbia 300 Vienna Open – 42 fet“ betur þekktur sem langi burðurinn.

Skráning er til föstudagsins 7. apríl kl 19:00 á netfangið [email protected] eða í síma 867-7000 „Guðmundur“
Þáttökugjald 3000kr.

Þetta er síðasti séns til að spila í móti í þessu húsi þar sem að til stendur að rífa það í maí.

Íslandsmót Öldunga 2017

250Um helgina fóru fram fyrstu 8 leikir af 12 í forkeppni Íslandsmóti öldunga 2017
Næstu 4 leikir eru spilaðir Laugardaginn 25,mars kl 10:00
Og svo eru undanúrslit og úrslit  Sunnudaginn 26.mars kl 09:00

Staða efstu 3 
Kvenna flokkur:
1. Ragna Matthíasdóttir KFR
2. Jóna Gunnarsdóttir KFR
3. Bára Ágústsdóttir

Karlaflokkur:
1. Guðmundur Sigurðsson ÍA
2. Kristján Þórðarsson KR
3. Þórarinn Már Þorbjörnsson

SNC lokið í San Marino

Small nations cup lauk í San Marino í gær.  Þetta er í fyrsta skipti sem mótið er haldið. Ísland átti 4 keppendur á mótinu. 

 

 

Það voru Arnar Davíð Jónsson, Björn G. Sigurðsson, Dagný Edda Þórisdóttir og Magna Ýr Hjálmtýsdóttir. Með þeim í för voru Hafþór Harðarson þjálfari afrekshóps kvenna og þjálfarar afrekshóðps karla, þeir Guðjón Júlíusson og Ásgrímur H. Einarsson

Árangur okkar fólks var mjög góður. Alls unnust 6 verðlaun á mótinu en aðeins Malta vann fleirri verðlaun eða 9. Eftirtalin verðlaun unnust:

Arnar Davíð og Magna brons í parakeppni
Björn og Arnar Davíð silfur í tvímenningi karla
Magna Ýr og Dagný Edda gull í tvímenningi kvenna
Brons í keppni blandaðara liða (tvær konur og tveir karlar)
Magna Ýr brons í Master finals (fjórir meðaltalshæstu konurnar í mótinu léku til úrslita)
Arnar Davíð gull í Master finals (fjórir meðaltalshæstu karlarnir í mótinu léku til úrslita)

Mótið tókst mjög vel undir frábærri stjórn Valgeirs Guðbjartssonar mótsstjóra og stjórnarmanns í ETBF. 

 

 

 

 

 

 

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Brons í liðakeppninni

Í dag var leikið til úrslita í liðakeppni Small Nations Cup á San Marino. Þar mætti Ísland Kýpur í undanúrslitum.

 
 
Leikurinn var æsispennandi. Kýpur tók forystuna fyrri hluta leiksins en Ísland sótti á seinni hlutann. Þegar aðeins eitt kast var eftir hjá Kýpur og Ísland hafði lokið leik þá þurfti Kýpur að ná niður 8 keilum til að sigra leikinn. Þau gerðu gott betur, fengu fellu og unnu með tveimur stigum.
 
Brons í liðakeppninni því staðreynd en engu að síður flottur árangur hjá okkar fólki.
 
Úrslitin í einstaklingskeppninni hefjast ca. kl. 15:30 að íslenskum tíma. Þar eru fjórir karlar og fjórar konur eftir. Magna Ýr og Arnar Davíð hafa bæði tryggt sér sæti í þessum úrslitum og verður spennandi að sjá hvort þau nái sér ekki í gullið eins og þau ætla sér.
 
Leikurinn verður í beinni útsendingu á Facebook síðu Keilusambands Íslands. www.facebook.com/Keilusamband/
 

 

Stelpurnar tóku gullið

Þá er tvímenningi lokið hér á Small Nations Cup í San Marino. Eftir spennandi forkeppni komust bæði karla- og kvennalið Íslands í undanúrslit. 

Þar mættu Björn G. Sigurðsson og Arnar Davíð Jónsson heimamönnum í San Marino.  Þrátt fyrir að ná sér ekki á strik fóru þeir með sigur, 364 -359.
Í úrslitum mættu strákarnir liði Kýpur. Úrslitaleikurinn varð æsispennandi og réðust úrslit ekki fyrr en í síðasta ramma, Kýpur hafði nauman sigur 409 – 419.

Magna Ýr Hjálmtýsdóttir og Dagný Edda Þórisdóttir mættu Kýpur í undanúrslitum. Þar unnu þær sannfærandi sigur 355 – 322. Í úrslitum mættu þær svo Luxemborg sem hafði óvænt sigrað Möltu í undanúrslitum. Sá leikur var eign Íslands frá upphafi og sigruðu stelpurnar 406 – 315. Frábær árangur hjá stelpunum.

Fyrsta gullið á mótinu því staðreynd og vonandi mun þeim fjölga á morgun þegar liðakeppnin klárast. 

Sjá heimasíðu mótsins hér. og facebooksíðu mótsins hér