Lið Íslands fyrir Evrópumót unglinga hefur verið valið (EYC2025)

Lið Íslands skipað ungmennum undir 18 ára hefur verið valið.  Liðið tekur þátt í evrópumóti unglinga liða en að þessu sinni fer mótið fram í Samsun í Tyrklandi dagana 12. – 21. apríl 2025.

Liðið er þannig skipað:

Stúlkur:

Alexandra Erla Guðjónsdóttir

Bára Líf Gunnarsdóttir

Hannah Corella Rosento

Særós Erla Jóhönnudóttir

 

Piltar:

Ásgeir Karl Gústafsson

Mikael Aron Vilhelmsson

Svavar Steinn Guðjónsson

Tristan Máni Nínuson

 

Dregið í bikar 16 liða, leikið 08.12.2024 kl. 09:00

Dregið var í gærkvöldi í 16 liða úrslit í bikar.  Í karlaflokki voru dregnar út 8 viðureinir en í kvennaflokki voru dregnar út 2 viðureignir.

Leikið verður 08.12.2024 kl. 09:00

Konur:

ÍA-Meyjur – ÍR-Elding

KFR-Skutlurnar – KFR-Afturgöngurnar

 

Karlar:

ÍA – KFR-Lærlingar

ÍR-Broskarlar – ÍR-Krókar

ÍR-KLS / ÍR-Land – KFR- Grænu töffararinir

KFR-Þröstur – ÍR-L

ÍA-Menn – ÍR-A

ÍR-PLS  – ÍA-W

ÍA-V – ÍR-Geirfuglar

KFR-Stormsveitin – ÍR-Splitturnar þrjár

Þar sem að það eru nokkuð margir heimaleikir á Akranesi í þessum útdrætti þá er nokkuð ljóst að þeir geta ekki allir farið fram á sama tíma.  Því þurfa leikmenn að koma sér anan um tíma í samráði við keilusalinn á Akranesi.

Keilarar ársins 2024 eru Gunnar Þór Ágeirsson og Hafdís Pála Jónasdóttir

Gunnar Þór Ásgeirsson

Gunnar Þór hefur leikið einstlega vel á árinu 2024. Hann varð í 2. Sæti á RIG2024, Íslandsmeistari einstaklinga 2024, Íslands og bikarmeistari með liði sínu ÍR-PLS.  Sem Íslandsmeistari tók hann þátt í Evrópubikar landsmeistara fyrir hond Íslands og endaði þar í 17. Sæti.  Gunnar byrjaði nokkuð seint að iðka keilu en hefur náð aðdáunarverðum árangri í greininni. Gunnar Þór hefur verið góð fyrirmynd ungra og efnilegra keilara.

 

 

Hafdís Pála Jónasdóttir

 

Hafdís Pála hefur átt einstaklega gott ár sem keilari. Á árinu varð hún Íslandsmeistari einstaklinga og lék sem slíkur á Evrópumóti landsmeistar sem fram fór í Bratislava í október.  Hún varð einnig Íslandsmeistari í tvímenningi ásamt Hafþóri Harðarsyni.  Hún varð Íslandsmeistari og Bikarmeistari með liði sínu KFR-Valkyrjum.  Um ára bil hefur Hafdís Pála verið góð fyrirmynd ungra og efnilegra keilara.

 

 

Meistarakeppni ungmenna 2. umferð 2024-2025

Úrslit í annarri umferð Meistarakeppni Ungmenna 2024-2025 voru eftirfarandi:

  1. flokkur pilta
Aron Hafþórsson KFR   1301
Hinrik Óli Gunnarsson ÍR   1.288
Bjarki Valur Ström Ólafsson ÍR   923

 

 

 

  1. flokkur stúlkna
Viktoría Hrund Þórisdóttir KFR   1.035

 

 

 

2. flokkur pilta

Ásgeir Karl Gústafsson KFR   1.241
Mikael Aron Vilhelmsson KFR   1.235
Tómas Freyr Garðarsson KFA   1.206

 

 

 

 

2. flokkur stúlkna

Nína Rut Magnúsdóttir KFA   688

 

3. flokkur pilta

Evan Julburom KFR   1.272
Svavar Steinn Guðjónsson KFR   1.215
Andri Viðar Arnarsson KFA   1.192

 

 

 

 

3. flokkur stúlkna

Særós Erla Jóhönnudóttir KFR   1.138
Alexandra Erla Guðjónsdóttir KFR   1.100
Dagbjört Freyja Gigja ÍR   960

 

 

4. flokkur pilta

Baltasar Loki Arnarson KFA   523
Davíð Júlíus Gigja ÍR   382
Ásdór Þór Gunnarsson KFR   372

 

 

 

 

4. flokkur stúlkna

Andrea Nótt Goethe KFR   347

 

5. flokkur

Dregið í riðla úrvalsdeildar

Dregið hefur verið í riðla Úvalsdeildarinnar í Keilu, en deilinn verður sjónvarpað á Stöð2.

Riðill 1 leikinn sunndudagskvöldið 16.02 2025

Andri Freyr Jónsson

Hinrik Óli Gunnarsson

Ísak Birkir Sævarsson

Hafdís Pála Jónasdóttir

 

Riðill 2 leikinn sunnudagskvöldið  23.02.2025

Gunnar Þór Ásgeirsson

Adam Pawel Blaszczak

Katrín Fjóla Bragadóttir

Mikael Aron Vilhelmsson

 

Riðill 3 leikinn sunnudagskvöldið 02.03.2025

Hafþór Harðarson

Linda Hrönn Magnúsdóttir

Hlynur Örn Ómarsson

Magnús Sigurjón Guðmundsson

 

Olíuburður mótsins verður:

Úrslit verða svo leikinn sunnudagskvöldið 09.03.2025

Dregið í bikar 32 liða, leikið 17.11.2024

Dregið hefur verið í 32. liða úrslitum í bikar.  Til leiks voru skrá 24 karla lið og 10 kvenna lið.  Það var því eingöngu dreigið í 32. liða í karla flokki.  

Viðureignirnar fara fram 17.11,2024 kl. 09:00 og eru eftirfarandi:

ÍR-Land  –  ÍR-KLS

ÍR-A  –  ÍR-Öðlingar

ÍR-Pjakkar  –  ÍR-Broskarlar

ÍR-Fagmaður  –  ÍR-Krókar

ÍA-C  –  ÍR-Geirfuglar

KFR-Stormsveitin  –  ÍA-B

ÍR-Gaurar  –  KFR-Grænu töffararnir

KFR-Lærlingar  –  ÍR-Splitturnar þrjár

Evrópumóti landsmeistara 2024 lokið hjá Íslendingum

Síðastliðinn Föstudag luku íslensku keppendurnir keppni á Evrópumóti landsmeistara 2024.
Gunnar Þór og Hafdís Pála spiluðu 24 leiki í forkeppni og þar af voru 8 leikir í blönduðum tvímenning.

Fyrsta daginn spiluðu þau í hefðbundnu einstaklingssniði. Gunnar Þór spilaði fyrstu átta leikina á 1804 eða 225,5 að meðaltali á meðan Katrín spilaði 1397 og að meðaltali 174,6.

Þau spiluðu svo saman í blönduðum tvímenning þar sem þau lentu í 28. sæti af 34 þjóðum.
Gunnar Þór var með meðaltal upp á 202,9 og Hafdís Pála var með 168 í meðaltal.

Svo var komið að öðrum einstaklingsriðli og þar var Gunnar Þór með 1711 og meðaltal upp á 213,8 og Hafdís Pála lék 1345 og var með 168,1 í meðaltal.

Þar með lýkur þeirra þátttöku á þessu móti og var Gunnar Þór í 17. sæti með 214,1  meðaltal í 24 leikjum og Hafdís Pála var í  32. sæti með 170,2 í meðaltal í 24 leikjum.

Evrópumót landsmeistara 2024

Næstkomandi mánudag, þann 21. október hefst keppni á Evrópumóti landsmeistara 2024 sem fer fram í Bratislava í Slóvakíu.
Sigurvegarar síðasta Íslandsmóts einstaklinga fá þátttökurétt og eru það því Hafdís Pála Jónasdóttir úr KFR og Gunnar Þór Ásgeirsson úr ÍR sem fara fyrir Íslands hönd til Slóvakíu.

Keppt er í bæði einstaklingskeppni og blönduðum tvímenningi og spilar hver leikmaður samtals 24 leiki. Spilaðir eru samtals 16 leikir í einstaklingskeppninni, í tveimur 8 leikja seríum, auk þess sem spilaðir eru 8 leikir í blönduðum tvímenningi.
Í tvímenningskeppninni eru veitt verðlaun fyrir efstu 3 pörin eftir 8 leiki. Efstu 12 leikmenn eftir þessa 24 leiki komast svo áfram og spila 8 leiki í viðbót. Eftir það er skorið niður í efstu fjóra þar sem spilað er maður á mann og sá sem er fyrstur til að vinna 2 leiki fer áfram í úrslitaleikinn þar sem spilað er með sama fyrirkomulagi til að krýna sigurvegara.

Hægt er að sjá allt um mótið hér:

Beint streymi mun vonandi koma inn síðar

Hafdís og Gunnar eru í fylgd með Katrínu Fjólu Bragadóttur sem er þjálfari í þessu verkefni. Við óskum þeim góðs gengis og áfram Ísland.