Keflavík sigraði Lærlinga og gaf vel á Lengjunni

Keflavík gaf vel af sér þegar þeir sigruðu Lærlinga 6-2 en stuðullinn fyrir þessi úrslit var 2,75. Annars var mikið um óvænt úrslit, t.d. Íslandsmeistaranir KLS töpuðu fyrir Keilugörpum og KR-a tapaði fyrir KR-b. Það verður gaman að spila á LENGJUNNI ef framhaldið verður eins óráðið og í fyrstu umferð.

   
Keflavík – Lærlingar 6 – 2
KLS – Keilugarpar 2 – 6
KR-a – KR-b 0 – 8
Lærlingar – Keflavík 2 – 6
Stormsveitin – PLS 0 – 8
ÍA – ÍR-a Laugardag

Keilan á Lengjunni

Nú er deildarkeppnin byrjuð og keilan aftur komin á lengjuna. Nú fá spámennirnir tækifæri og athugið stuðlana. Það getur gefið gott að þekkja til liðanna og hvernig hefur gengið, hvernig er staða liðanna sem keppa, hjá sumum hafa orðið breytingar önnur eru alltaf efnileg.