Reykjavíkurmót einstaklinga

Nú um helgina var spilað með forgjöf og úrslit urðu í kvennaflokki: 1. Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR 2. Kristin Magnúsdóttir KFR 3. Helga Þóra Þórarinsdóttir ÍR og í karlaflokki: 1. Hannes Hannesson ÍR 2. Reynir Þorsteinsson ÍR 3. Kristján Þórðarson ÍR Núna stendur svo yfir án forgjafar, úrslit verða spiluð á morgun kl 20.00 Til að skoða úrslit í fjörgafamótinu og stoðuna án forgjafar smelltu hér

Stigamót KLÍ 1. umferð

1. stigamót KLÍ fer fram Keilu í Mjódd sunnudaginn 24. okt. kl 9.00. KLÍ hefur valið 3 mismunandi olíuburði til að nota í stigamótunum í vetur og verður dregið um hvaða olíuburð á að nota rétt áður hvert mót hefst, hægt er að skoða olíugröfin í Keilu í Mjódd.

Steini spilaði 300

Steinþór spilaði 300 leik í morgun í Freyjumótinu og varð með því 7 Íslendingurinn til þess að ná fullkomnum leik. Steinþór spilaði mjög vel og setti 2 Íslandsmet, í 4 leikjum 1033 og 6 leikjum 1484 en það er bæting um 60 pinna eða 10 pinna að meðaltali í leik, einnig jafnaði hann metið í 5 leikjum 1228, glæsilegur árangur hjá Steina. Skoða stöðuna í mótinu KLÍ óskar Steinþóri til hamingju með 300 leikinn og árangurinn.