Nú um helgina var spilað með forgjöf og úrslit urðu í kvennaflokki: 1. Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR 2. Kristin Magnúsdóttir KFR 3. Helga Þóra Þórarinsdóttir ÍR og í karlaflokki: 1. Hannes Hannesson ÍR 2. Reynir Þorsteinsson ÍR 3. Kristján Þórðarson ÍR Núna stendur svo yfir án forgjafar, úrslit verða spiluð á morgun kl 20.00 Til að skoða úrslit í fjörgafamótinu og stoðuna án forgjafar
Hjónakeppni KFR og Garðheima
2. umferð í hjónamótinu verður sunnudaginn 7. nóvember kl. 20.00 í Keilu í Mjódd. ATH breyttan tíma.
Bikarkeppni liða 2004-2005
17. lið eru skráð til leiks í bikarkeppnina að þessu sinni og hefur verið dregið í 1. umferð, aðeins 1 leikur mun fara fram KFR-HL – ÍR-P munu leika 22. nóv kl 20.00 í Keilu í Mjódd.
Reykjavíkurmót einstaklinga
Reykjavíkurmót einstaklinga verður haldið dagana 31.okt til 3. nóv
Stigamótinu frestað
KLÍ hefur ákveðið að fresta stigamótinu vegna þátttöku Íslendinga á Scottish Open sem fer fram núna um helgina. Annar tími hefur ekki verið ákveðinn.
Stigamót KLÍ 1. umferð
1. stigamót KLÍ fer fram Keilu í Mjódd sunnudaginn 24. okt. kl 9.00. KLÍ hefur valið 3 mismunandi olíuburði til að nota í stigamótunum í vetur og verður dregið um hvaða olíuburð á að nota rétt áður hvert mót hefst, hægt er að skoða olíugröfin í Keilu í Mjódd.
Steini spilaði 300
Steinþór spilaði 300 leik í morgun í Freyjumótinu og varð með því 7 Íslendingurinn til þess að ná fullkomnum leik. Steinþór spilaði mjög vel og setti 2 Íslandsmet, í 4 leikjum 1033 og 6 leikjum 1484 en það er bæting um 60 pinna eða 10 pinna að meðaltali í leik, einnig jafnaði hann metið í 5 leikjum 1228, glæsilegur árangur hjá Steina.
Reykjavíkurmót liða 2004
KR varð í gær Reykjavíkurmeistari liða þegar þeir unnu ÍR-A í úrslitaleik 795-706 í 3.sæti lenti ÍR-PLS. að þessu sinni voru 6 lið skráð til leiks.
92 þjóðir senda á AMF World Cup
37. árlega Heimsbikarkeppni einstaklinga, AMF World Cup, verður haldið í Lim’s PS Bowl í Pattaya í Tælandi 4.- 10. nóvember 2001. 92 þjóðir hafa tilkynnt að þær muni senda fulltrúa sem slær þá út metið frá því í Portúgal í fyrra en þangað komu fulltrúar frá 88 þjóðum.
Úrslitin í 2. umferð
2.umferð 1.deildar fór fram í gærkveldi og urðu úrslit eftirfarandi:
| KR-a – Lærlingar | 6 – 2 |
| Keflavík – ÍA | 6 – 2 |
| KR-b – Þröstur | 6 – 2 |
| Keiluvinir – Keilugarpar | 0 – 8 |
| Stormsv.- ÍR-KLS | 2 – 6 |
| ÍR-a – ÍR-PLS | 0 – 8 |